Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 172
164
RÁÐUNflUTRFUNDUR 1998
Áhrif veðurþátta og áburðartíma á byrjun gróanda og sprettu
Guðni Þorvaldsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Ýmsir þættir hafa áhrif á það hvenær tún og úthagi byrja að grænka á vorin. f fyrsta lagi ber
að nefna veðráttuna, en næringarástand plantnanna skiptir einnig máli, plöntutegund, lega
landsins og nýting. Margar niðurstöður rannsókna í Norður-Evrópu gefa til kynna að vöxtur
hefjist þegar meðalhiti sólarhringsins fer yfir 3-6°C (Magnús Óskarsson og Bjarni Guð-
mundsson, 1971; Bjarni Guðmundsson, 1974; Páll Bergþórsson, 1983; Landström, 1990;
Broad og Hough, 1993; Guðni Þorvaldsson, 1996). Þetta er þó háð því að jarðklaki, snjór eða
svell hamli ekki sprettunni, en slíkt gerist oft t.d. í Skandinavíu og á íslandi. Samband veður-
þátta við byrjun gróanda á vorin er því flóknara í Norður-Evrópu en sunnar í álfunni þar sem
lofthitinn einn og sér hefur meira að segja.
Hér verður gerð grein fyrir niðurstöðum tilraunar á Korpu þar sem áhrif veðurþátta og
áburðartíma á byrjun gróanda og sprettu voru skoðuð.
EFNI OG AÐFERÐIR
Tilraunin var lögð út vorið 1990 með fjórum mismunandi áburðarmeðferðum:
• Borið á að hausti (meðaldagsetning 29. september).
• Borið á áður en reitirnir byrjuðu að grænka á vorin (meðaldagsetning 21. apríl).
• Borið á þegar reitirnir voru byrjaðir að grænka (meðaldagsetning 13. maí).
• Enginn áburður.
Fyrsta árið var enginn haustáburður og því eru einungis 7 ár notuð þegar verið er að
bera saman haust- og voráburðartíma. Reitirnir voru 2,5x10 m og endurtekningar þrjár.
Ábornu reitirnir fengu 90 kg N/ha í Græði 6 (20% N, 4,4% P, 8,3% K, 3,5% Ca, 2% S).
Fylgst var með reitunum vikulega frá því eitthvað fór að lifna. Þeim var þá gefin einkunn fyrir
grænan lit (0-4), þar sem 0 þýddi enginn litur en 4 að reitirnir væru orðnir algrænir yfir að
líta. Þegar talað er um byrjun gróanda í greininni er vísað til þess er grænn litur var farinn að
sjást á reitunum (einkunn=l). Þéttleiki nýgræðings í reitunum var metinn í prósentum, þar
sem 100 þýddi að grængresið væri orðið alveg þétt. Þetta var skoðað með því að henda járn-
hring (57 sm í þvermál) út á tveimur stöðum í hverjum reit og þéttleikinn metinn í hringnum.
Þá var hæð grasanna mæld á tveimur stöðum í hverjum reit, ekki var miðað við hæstu stráin
heldur þau sem voru nær meðaltalinu. Þegar uppskeran í reitunum var orðin það mikil að
hægt væri að klippa hana, voru tvær tveggja metra langar rendur (sín á hvorum enda) klipptar
með rafmagnsklippum (10 sm breiðum) í hverjum reit. Þetta var gert vikulega fram eftir júní-