Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 174
166
3. tafla. Jarðvegs- og lofthiti vikuna fyrir byrjun gróanda,
meðaltal 7 ára.
Jarðvegshiti 20 sm 10 sm Ixrfthiti 2 m
Haustáburður 0,8 0,8 3,8
Borið á fyrir byrjun gróanda 2,0 2,7 4,5
Borið á eftir byrjun gróanda 3,2 3,7 5,5
Enginn áburður 4,3 4,9 6,2
vegshitinn er reiknaður út frá mæling-
um klukkan 9.00. Lofthitinn er meðal-
hiti sólarhringsins. Af þessum tölum
sést að gróandi hefst við mismunandi
hita eftir næringarástandi gróðursins.
Öll árin var jörð orðin klakalaus niður
í 10 sm dýpt þegar gróður byrjaði að
lifna nema á haustáburðarreitunum
1997. Það ár fór að örla á grænum lit þótt ekki væru nema 8-9 sm niður á klaka. í langflestum
tilfellum var jörð einnig orðin klakalaus niður í 20 sm dýpt þegar gróandi byrjaði. Haust-
áburðarreitirnir byrjuðu tvisvar að grænka meðan enn var klaki í 20 sm dýpt, árin 1995 (þá
voru um 13 sm niður á klaka) og 1997. Þá byrjuðu voráburðarreitirnir að grænka þegar enn
voru 16-18 sm niður á klaka árin 1995 og 1997, annars var orðið klakalaust í 20 sm dýpt
þegar þeir byrjuðu að lifna.
Það ber að hafa í huga þegar lofthitinn er skoðaður að tölurnar eru væntanlega heldur
hærri en hitaþröskuldurinn sem til þarf svo byrji að grænka vegna þess að sum árin hlýnar
skyndilega og þá getur hitinn farið yfir það sem þarf til að koma gróðrinum af stað. Þetta á þó
síður við haustáburðarreitina. Haustáburðarreitirnir virtust byrja að grænka við lægri lofthita
þau ár sem jarðvegshiti var hár, en þetta mynstur var ekki eins greinilegt hjá öðrum liðum.
Spretta og veður
Auk samanburðar á tilraunaliðum voru gerðir útreikningar á áhrifum veðurþátta á sprettu. Til
að fá nákvæmara mat á sprettuna var meðaltal áburðarliðanna þriggja notað í útreikningunum.
Oft var spretta þeirra allra svipuð ffá einni viku til annarrar, en þó virtist stundum vera sam-
spil þannig að einn áburðartími skar sig úr með meiri eða minni sprettu en hinir. Við út-
reikningana var miðað við að uppskera væri orðin 1,2 hkg/ha og lægri gildum sleppt. Fjöldi
uppskerumælinga ffá hverju ári var á bilinu 4-6. Flest árin var uppskeran orðin 1,2 hkg/ha um
20. maí. Tvö ár skáru sig þó úr, árin 1991 og 1995, hið fyrrnefnda var þessu lágmarki náð 7.
maí en 6. júní það síðarnefnda. Þegar klippingum var hætt um eða upp úr miðjum júní var
uppskeran á bilinu 12-30 hkg/ha. Ymis líkön voru prófuð til að meta áhrif veðurþátta, en
eftirfarandi líkan varð fyrir valinu:
Yjj=Si+aVjj +fHjj+pGjj+mUij+nFii+pKij+rTij+eij
Yu Spretta (hkg/ha) ár i í viku j.
Sj Meðalgildi ár i og gildið 0 á H,j, Gy, U,j, Fy, Ky og Tjj.
Vij Tími, vikur frá byrjun sprettu.
Hij Meðalhiti ár i og viku j.
Gij Meðalgeislun ár i og viku j.
Uij Sólarhringsúrkoma ár i og viku j, þak=0,7 mm.
Fij Úrkomudagar ár i og viku j.
Kij Meðalgeislun ár i og viku j-1 (vikuna á undan).
Tij Sólarhringsúrkoma ár i og viku j— 1 (vikuna á undan), þak=3,3 mm.
a,f,p,m,n,p,r Aðhvarfsstuðlar.
eU Skekkja.