Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 176
168
UMRÆÐUR
Áburðartími
Það kemur greinilega fram í þessari tilraun að næringarástand grasanna hefiir töluverð áhrif á
það hvenær byrjar að grænka. Haustáburðarliðirnir byrja fyrst að grænka, því næst fyrri
áburðarliðurinn að vori, en óábornu reitirnir langsíðast.
Nokkuð margar áburðartímatilraunir hafa verið gerðar hér á landi. í flestum tilvikum
hafa menn verið að bera saman mismunandi áburðartíma að vori með tilliti til uppskeru, ofl á
bilinu ffá byrjun maí og fram undir miðjan júní. I tilraununum hafa ýmist verið einn eða fleiri
sláttutímar. Niðurstöður þessara tilrauna gefa til kynna að meiri uppskera fáist eftir því sem
fyrr er borið á (Guðni Þorvaldsson, 1975; Ríkharð Brynjólfsson, 1983; Hólmgeir Björnsson
og Jónatan Hermannsson, 1987). Fyrsti áburðartíminn gefur þó ekki mesta uppskeru öll árin.
Þar kemur til samspil við árferði og val á fyrsta áburðartíma í tilraununum. Þess ber að geta
að ef miðað hefur verið við upptöku niturs í stað heildaruppskeru hafa fyrstu áburðartímarnir
verið heldur lakari en þeir sem koma næst á eftir (Hólmgeir Bjömsson og Jónatan Hermanns-
son, 1987). Út frá þessum tilraunum hefur verið mælt með því að bera á í byrjun gróanda.
í þessari tilraun eru tveir áburðartímar að vori, annar heldur fyrr en það sem venjulega
er ráðlagt, en hinn á hefðbundnum áburðartíma, í byrjun gróanda. Það kom á óvart að sá fyrri
skyldi jafnan gefa meiri uppskeru. Bæði árin sem sá síðari var betri hafði liðið nokkuð langur
tími frá því borið var á í fyrra skiptið þar til fór að grænka. Þannig háttaði reyndar einnig árið
1995, en þá var engin úrkoma fyrstu vikuna eftir áburðardreifinguna og kaldara í veðri. Þessar
niðurstöður eru í stórum dráttum samhljóða eldri niðurstöðum, en gefa þó til kynna að meiri
uppskera fáist ef borið er á rétt fyrir byrjun gróanda að því tilskyldu að ekki dragist lengi að
gróðurinn lifni.
Það er athyglisvert að haustáburðarliðurinn skuli standa voráburðarreitunum svona lítið
að baki í uppskeru, það munar einungis 3^1 hestburðum (6-9%) á þeim og voráburðar-
liðunum að meðaltali. Þetta hefur reyndar komið fram í tilraunum áður, bæði hér á Korpu og
á Möðruvöllum (Hólmgeir Björnsson, 1998; Jarðræktarskýrslur 1991-1995).
Gróandi og veður
Þó svo að næringarástand grasanna hafi mikil áhrif á byrjun gróanda er veðurfarið eftir sem
áður aðalatriðið. Að jafnaði byrjar ekki að grænka fyrr en orðið er klakalaust í 20 sm dýpt, en
þó eru á því undantekningar. Þetta er í ágætu samræmi við niðurstöður Guðna Þorvaldssonar
(1996). Lofthitinn þegar byrjar að grænka er heldur ekki föst stærð, þarna kemur inn samspil
við næringarástand plöntunnar og aðra veðurþætti. .
Spretta og veður
Það er alkunna að hiti, úrkoma og geislun hafa mikil áhrif á sprettu, auk næringarefnanna. Þar
sem þessar breytur eru notaðar í sprettulíkönum er oft reiknuð út svokölluð vísitala sem getur
hæst orðið 1 en lægst 0. Viðkomandi breyta fær þá 1 þegar hún er á kjörstigi fyrir sprettuna en