Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 177
169
0 þegar ekkert sprettur. Hiti undir frostmarki gæfi t.d. 0 í hitavísitölu. Þessar tölur eru gjarnan
fengnar úr tilraunum í ræktunarklefum þar sem plöntur vaxa við mismunandi hita, geislun eða
raka eftir því hvað er verið að skoða. Það er hins vegar ekki mikið til um mat á áhrifiim
veðurþátta á sprettu utanhúss. í ræktunarklefum vantar oft þær miklu sveiflur sem við höfum í
veðurfari utanhúss.
Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir Björnsson (1990) reyndu út frá sláttutímatilraunum að
meta áhrif veðurþátta á sprettu vallarfoxgrass og vallarsveifgrass. Þessar tilraunir voru mjög
breytilegar og oftast voru tvær til þrjár vikur á milli sláttutíma og sláttutímar á bilinu tveir til
fjórir. í flestum tilvikum var fyrsti sláttutími eftir miðjan júní. í þessum útreikningum fengust
marktæk áhrif bæði hita og geislunar á sprettuhraða vallarfoxgrass. Stuðlarnir voru nánast
þeir sömu og fengust í þessari tilraun, eða 56±20 kg á viku fyrir hverja hitagráðu og 42± 13 kg
fyrir hverja einingu í geislun upp að 17 MJ nf2. Þessir stuðlar voru heldur lægri fyrir vallar-
sveifgrasið og ekki tölfræðilega marktækir. Hins vegar hafði vetrar- og vorhitinn marktæk
áhrif á sprettuhraða vallarsveifgrassins.
Meðalhiti vikunnar í þessum útreikningum sveiflaðist frá 4-11°C. Væntanlega er
sprettan mjög lítil neðan við 4 gráður. Samkvæmt 5. töflu eru sveiflurnar í inngeislun meiri en
í hita (8-23 MJ), en þar sem stuðlarnir fyrir hverja einingu eru svipaðir ætti geislunin alla
jafnan að valda meiri sveiflum í sprettu en hitinn, þ.e.a.s. eftir að spretta er komin vel af stað.
Hér ber þó að hafa í huga það samspil sem er á milli geislunar og hita og áður hefur verið
nefnt.
Það er mikilvægt að hafa í huga að áhrif hita geta verið breytileg eftir þroskastigi plönt-
unnar og geta einnig verið háð því sem á undan er gengið. Það kom t.d. í ljós í ræktunarklefa-
tilraun í Svíþjóð (Guðni Þorvaldsson, 1992) að mjög fljótt dró úr vexti lítilla vallarfoxgrass-
plantna þegar þær voru settar í lágan hita, en þroskamiklar plöntur gátu vaxið til jafns við þær
sem voru við kjörhita í a.m.k. tvær vikur áður en áhrifa hitalækkunarinnar fór að gæta.
HEIMILDIR
Bjarni Guðmundsson, 1974. Vorhiti og vaxtarskilyrði nytjajurta. íslenskar landbúnaðarrannsóknir 6: 23-36.
Broad, H.J. & M.N. Hough, 1993. The growing and grazing season in the United Kingdom. Grass and Forage
Science 48: 26-37.
Guðni Þorvaldsson, 1975. Áburðartilraunir og jarðvegsathuganir á Skógasandi. Prófritgerð til kandidatsprófs við
framhaldsdeildina á Hvanneyri: 40 bls.
Guðni Þorvaldsson & Hólmgeir Björnsson, 1990. The effects of weather on growth, crude protein and
digestibility of some grass species in Iceland. Búvísindi 4: 19-36.
Guðni Þorvaldsson, 1992. The effect of temperature on growth, development and nitrogen in shoots and roots in
timothy (Phleum pratense L.), tested in growth chambers. Acta Agric. Scand., Sect. B, Soil and Plant Sci. 42:
158-163.
Guðni Þorvaldsson, 1996. Áhrif veðurþátta á byrjun gróanda og grænku túna og úthaga. Búvísindi 10: 165-176.
Hólmgeir Björnsson & Jónatan Hermannsson, 1987. Áburðartími, skipting áburðar og sláttutími. Ráðunauta-
fundur 1987: 77-91.
Hólmgeir Björnsson, 1998. Dreifmg áburðar síðsumars og að hausti. Ráðunautafundur 1998.
Jarðræktartilraunir, 1991. Fjölrit RALA nr. 154: 56 bls.