Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 179
171
RÁÐUNRUTflFUNDUR 1998
Áburðarfræði, lífræn efni í jarðvegi, búfjáráburður og
sjálfbær landbúnaður
Jóhannes Sigvaldason
Bœndaskólanum ú Hvanneyri
STUTT UM ÁBURÐARFRÆÐI
Samkvæmt því sem finna má í bókum þá er áburðarfræði skilgreind sem sá lærdómur er
fjallar um næringu og næringarþörf plantna séða ffá hagfræðilegu sjónarhorni. Sú ein notkun
næringarefna sem gefur uppskeruauka í magni og gæðum - þó oft sé við ramman reip að
draga að fá gæði metin og viðurkennd í því verðsamkeppnisþjóðfélagi sem við hrærumst í -
er talin hagkvæm, þ.e. verðmæti þess vaxtarauka sem fæst þarf minnst að geta borgað þann
viðbótarskammt af áburði sem gaf hann. í þeim tilvikum þar sem verð á afurðum er hátt í
hlutfalli við áburðarverð (eins og t.d. í garðyrkju) er notað ffekar of en van af áburði svo að
tryggt sé að hámarksuppskera sé fengin. I hefðbundnum landbúnaði hefur einnig víða um
heim á liðinni tíð verið notaður mikill áburður þar sem hann var á lágu verði og ætíð reynt
með vissu að fá svo mikla uppskeru sem tök væru á. Þannig var notkun á köfnunarefni um
skeið orðin mjög mikil á grös og fleiri jurtir. Fosfór var einnig notaður í verulegum mæli og
þá undir því mottói að byggja upp forða af fosfór í jarðveginum meðan þetta efni væri tiltölu-
lega ódýrt en fyrirsjáanlegt þykir að þetta efni verði dýrara er stundir renna og nær dregur
þeim tíma að birgðir af hráfosfati eru orðnar takmarkandi.
Þó enn sé í fullu gildi það viðhorf og sú skoðun að stefna þurfi að hagkvæmni við
áburðarnotkun þá hafa á síðari árum komið ffam ný sjónarmið á þessum vettvangi.
í fyrsta lagi hefur komið í ljós að hin mikla áburðarnotkun hjá vestrænum þjóðum,
einkum hjá þeim sem mikið byggja á gjöfulum landbúnaði, t.d. í Danmörku og Hollandi,
hefur valdið því að mengun af notkun áburðarefna er orðin verulegt áhyggjuefni. Umræða um
hættu á mengun, vegna notkunar áburðar, er að vísu alls ekki ný en lengi vel var þessi hætta
talin fjarlægur möguleiki. Á sama tíma jókst áburðarnotkunin jafnt og þétt þannig að þeim
punkti hlaut að koma að þessi vandi kæmist á það stig að nauðsynlegt væri að breyta um bú-
skaparhætti og taka upp nýja siði. Helstu hættur sem menn hafa séð af óhóflegri áburðar-
notkun eru mengun á grunnvatni, einkum af nítrati, og tilflutningur af næringarefnum
(köfnunarefnis- og fosfórsamböndum) í ár, vötn og sjó. Hafa af þessum sökum þegar orðið
ýmis vandamál, s.s. aukning þörunga á afmörkuðum stöðum í sjó og aukning botngróðurs
víða í vötnum. Til þess að ráða bót á þessu var nauðsyn að minnka áburðarnotkun en fara að
því með gát því uppskera mátti ekki minnka til neinna muna. Til þess að ná þessum mark-
miðum er því bændum, í nokkrum nágrannalöndum okkar, gert skylt að gera áburðaráætlanir
á þann veg að tryggt sé að ekki verði borið meira á en fjarlægt er með uppskeru eða á annan
hátt sem viðunandi er.