Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 183
175
RAÐUNflUTflFUNDUR 1998
Athugun á notkun útitanka við geymslu búfjáráburðar
Grétar Einarsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins. bútæknideild
INNGANGUR
Meðhöndlun og geymsla búfjáráburðar hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum.
Áður fyrr var algengast að aðskilja þvag og mykju í húsum fyrir stórgripi og í fjárhúsum var
algengast að láta liggja við opin hús með taðgólfi. í stórgripahúsum var flórinn þá að jafnaði
opinn, mykjunni mokað út og þvaginu var safnað í sérstakar þrær og dreiff á tún. Nær öll
tækni fram yfir miðja öld var því miðuð við meðhöndlun á föstum eða hálffljótandi áburði.
Með meiri fjölbreytni við landbúnaðarframleiðslu og stækkandi búum hafa orðið miklar
breytingar í þá veru að gera búfjáráburðinn meira einsleitan gagnvart geymslu og með-
höndlun. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru af ýmsum toga en til má nefna, auk þess sem
ffamleiðslueiningarnar hafa stækkað, að notað er kjarnmeira fóður sem er uppskorið á öðrum
tíma sprettuferilsins. Þar af leiðir að þurrefnisinnihald búfjáráburðarins er að jafnaði minna og
með allt aðra eðliseiginleika og því þarf annan búnað til að meðhöndla áburðinn.
Samtímis þessu hafa menn reynt effir fóngum að hagræða við reksturinn á búunum,
reisa og endurbæta byggingarnar og gjarnan í þá veru að nota megi sameiginlega geymslustað
fyrir allan búfjáráburð. Fjósin eru t.d. flest orðin með flórristum eða ristum og flórsköfum
sem að færa áburðinn í geymslu undir húsunum eða við húsin. Líkt er farið um aðrar tegundir
gripahúsa. Hér á landi er nokkuð á reiki hvað átt er við með hinum ýmsu heitum á búfjár-
áburði en til að fyrirbyggja misskilning er í eftirfarandi umfjöllun talað um mykju þegar bú-
fjáráburðurinn hefur það lágt þurrefhisinnihald að unnt er að nota dælur til flutninga á honum.
Þó að það séu margir augljósir kostir við að meðhöndla mykjuna umfram fastan búfjáráburð
þá hefur það samt sem áður leitt af sér ýmis hliðaráhrif, t.d. að fjárfestingarkostnaður varð-
andi geymslurými hefur orðið mun meiri og það hafa komið upp ýmis vandamál varðandi
nýtingu búfjáráburðarins úti á velli. Fjöldi rannsóknastofnana erlendis hafa fengist við að
skoða þessi mál. Megináherslan hefur verið lögð á að þróa ódýrar geymsluaðferðir, losna við
óþægilegan fnyk frá áburðinum, sérstaklega í nágrenni við þéttbýli, og í þriðja lagi að koma
áburðinum að plöntunum með þeim hætti að sem minnst tapist af næringarefnum.
í eftirfarandi umfjöllun verður aðeins tekið á einum þætti þessa mála, þ.e.a.s. geymsla
búfjáráburðar við gripahúsin. Ástæðurnar eru þær að nú í haust var settur upp til reynslu úti-
tankur við búfjárhús á Hvanneyri. Ætlunin er hér að kynna lauslega hvaða tækni um er ræða
en eiginlegar niðurstöður liggja að sjálfsögðu ekki fyrir. Að þessum athugunum og
rannsóknum standa Bændaskólinn á Hvanneyri sem leggur til aðstöðu og að hluta beinan
kostnað við uppsetningu, umboðsaðilinn Vélaval-Varmahlíð hf. í Skagafirði sem leggur til