Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 187
179
PVC rörum sem er eðlilegt að sé á milli 150 mm (6”) og 300 mm (12”) að sverleika. Að
jafnaði er mælt með því eins og áður kom fram að dæla mykjunni upp um botn tanksins og
hreyfa sem allra minnst við yfirborði mykjunnar. Við tæmingu, eftir að blöndun hefur átt sér
stað, er síðan opnað fyrir botnlúgu og mykjan rennur þá annað hvort til baka í millitank eða í
sömu þró og henni var dælt úr upphaflega. Ef slík sjálftæming er notuð er mælt með að nota
sverari rör, nær 300 mm. Þaðan er mykjunni svo dælt í flutningstank til dreifingar. Engin
vandkvæði ættu að vera á að ganga þannig frá lögnum að frosthætta sé útilokuð, en hins vegar
er óljóst á þessu stigi hversu mikið mykjan kann að frjósa í tanknum. Ljóst er að mykjan
verður að vera töluvert mikið vatnsblönduð til að hægt sé að meðhöndla hana með þessum
hætti og það hefur sýnt sig í rannsóknum erlendis að ekkert er því til fyrirstöðu að nota
þvottavatn og annað það vatn sem til feliur í gripahúsunum til að þynna mykjuna, auk þess
sem að úrkoman kemur til ef tankurinn er ekki lokaður. Þessi atriði þarf að kanna betur við
okkar aðstæður. Varðandi uppgufun af ammóníaki frá tönkum sýna allar erlendar rannsóknir
að mun minni uppgufun er af köfnunarefni eftir því sem að mykjan er þynnri, m.a. vegna þess
að sýrustig mykjunnar hækkar töluvert mikið. Styrkleiki köfnunarefnis fer minnkandi þannig
að heildaruppgufunin verður mun minni. Eftir sem áður má beita ýmsum aðferðum til að
draga úr uppgufun ffá yfirborðinu í tanknum. Meðal annars hafa menn notað hálm, einnig
hafa verið reynd ýmis gerviefni og jafnvel dúkar, en vænlegast virðist vera að setja eitthvað
það efni sem til fellur á búinu og ekki hindrar dælingu, t.d. úrgangshey, hálm eða torf. Þetta
eru atriði sem skoða þarf nánar ef þessi geymsluaðferð nær hér verulegri útbreiðslu.
LOKAORÐ
Sú athugun sem hér hefur verið greint frá er fyrst og ffemst gerð til þess að reyna að feta
okkur inn á nýjar slóðir varðandi meðhöndlun og geymslu búfjáráburðar. Erlendis er þróun
varðandi þessa tækni mjög ör og gífurlegum fjármunum varið til þess að gera rannsóknir sem
snerta búfjáráburð. Hjá okkur hefúr á undanförnum árum verið nokkur stöðnun í þessum
málaflokki út frá tæknilegu sjónarmiði, m.a. vegna þess hvað endurnýjun gripahúsa hefur
verið hæg. Sú athugun sem hér er greint ffá er liður í því að búa okkur betur undir það að
móta hvernig gripahús og tengibyggingar við þær muni best fyrir komið við aðstæður hér á
landi. Ekki er verið að greina frá tölulegum niðurstöðum heldur fyrst og fremst verið að vekja
athygli á þeim möguleikum sem tiltækir eru þegar kemur að nýbyggingum og endurbyggingu
eldri gripahúsa. Mikil nauðsyn er á að geta lagt meiri áherslur á rannsóknir sem snerta sam-
spil á milli áburðargeymslna og búfjárhúsa, bæði með tilliti til tæknilegra atriða, nýtingar á
áburðarefnum og svo mengunar. Æskilegt væri að leggja meiri vinnu í hagkvæmnisút-
reikninga á hinum ýmsu geymsluaðferðum þannig að leiðbeiningastarfsemin og bændur
fengju skýrari viðmiðanir í þeim efnum. I framtíðinni þarf að einfalda geymslu- og
blöndunartækni eins og kostur er og kanna áhrif vatnsblöndunar á búfjáráburðinn og með til-
liti til nýtingar. Þá þyrfti einnig að gera athuganir á dreifingartækni, einkum að bera saman
yfirborðsdreifingu og ídreifingu búfjáráburðar. Ennfremur væri gagnlegt að kanna betur áhrif
þjöppunar á jarðveg með ólíkum flutningatækjum og flothjólbörðum.