Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 189
181
RAÐUNRUTRFUNDUR 1998
Lífverur í mold og túnsverði
Bjai ni E. Guðleifsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum
INNGANGUR
Hér verður ijallað stuttlega um helstu iífverur sem lifa í og á jarðveginum og í sverðinum.
Miðast samantekt þessi við dæmigerðan túnsvörð.
Samkvæmt ströngustu skilgreiningu jarðvegsfræðinnar er jarðvegur aðeins efsta jarð-
lagið (oft aðeins 20-50 sm) sem loft og vatn leikur um og lífverur geta dafnað í. Jarðvegurinn
er uppbyggður af föstum efnum, lofti og vatni þannig að þar geti lífverur hafst við. Flestar
lífverur þurfa loft og vatn til að geta lifað, sumum nægir rakt loft en aðrar verða að hafa vatn í
vökvaformi til að komast af. Loft og vatn eru því nauðsynleg í ákveðnum hlutföllum svo jarð-
vegurinn geti verið vaxtarbeður lífvera.
Lífið í jarðveginum er afar fjölbreytilegt og má segja að það sé undirstaða þess lífs sem
lifað er ofanjarðar. Gróflega má skipta lífverum í jarðvegi og sverði í tvo hópa, yfirborðs-
verur sem lifa á jarðvegsyfirborðinu og undirborðsverur sem lifa niðri í jarðveginum
(Bjarni E. Guðleifsson 1996). Sumar lífverur, svo sem plönturnar, lifa í báðum þessum
heimum samtímis, en aðrar lífverur, svo sem mítlarnir, lifa sitt á hvað á yfirborði og í undir-
borði. Lífverurnar sem lifa í og á jarðveginum eru mjög mismunandi og misáberandi. Þær
sem mest ber á eru auðvitað jurtirnar sem teygja sig uppúr jörðinni, og í skjóli þeirra lifir
mikill fjöldi smærri vera, örverur, smáverur og stórverur. Plönturnar mynda svörðinn, og þar
má sjá með berum augum litlar lífverur, flugdýr og hlaupadýr, yfirborðsverur sem fara ekki
og komast ekki djúpt ofan í moldina, m.a. vegna þess að flestar holurnar eru of litlar fyrir þau.
Nefna má snigla, köngulær og marga flokka skordýra.
Niðri í jarðveginum lifir svo aragrúi mismunandi einstaklinga, að mestu óþekktur
heimur. Vegna þess að moldarkornin eru af ýmsum gerðum og margvísleg í lögun verða hol-
rúmin á milli þeirra óregluleg, hin smæstu fyllt vatni en hin stærri fyllt lofti. Líkt og í þeim
heimi sem okkur er sýnilegur eru þarna bæði lífverur sem lifa í lofthlutanum og aðrar sem lifa
í vatninu. Hver lífvera finnur sér hæfúegan stað. Hinar eiginlegu undirborðsverur ala mestan
sinn aldur neðanjarðar, og eru þær ótrúlega íjölbreytilegar og víða ótrúlega margar. Margar af
undirborðsverunum eru langar og mjóar, líklega vegna þess að þannig vaxnar eiga þær auð-
veldara með að ferðast um. Þess vegna eru margar undirborðsverur nefndar ormar. Fátt virðist
þessum lífverum sameiginlegt nema helst smæð þeirra, sem gerir þeim kleift að lifa í örlitlum
holrúmum moldarinnar. Lífsskilyrðin í jarðveginum eru á margan hátt hentug. Veðra-
breytinga gætir þar takmarkað og þar geta hinir ýmsu jarðvegsbúar fundið staði með hæfilegu