Ráðunautafundur - 15.02.1998, Qupperneq 190
182
lofti, vatni og hita, og þar finna þær sína næringu. Flest jarðvegsdýrin lifa nærri jarðvegsyfir-
borðinu, í efstu 15 sentimetrunum, og færa sig ofar eða neðar eða jafnvel upp á yfirborðið
eftir því sem lífsskilyrðin breytast (hiti, raki, loft). Lífsstarfsemin er fjölbreyttust á mörkum
yfirborðs og undirborðs, og sumar lífverur lifa sitt á hvað í þessum tveimur heimum, s.s. mor-
dýrin og mítlarnir og lirfur, púpur og egg sumra fljúgandi skordýra eru í jarðveginum.
Ánamaðkurinn er stærsta dýrið sem lifir að mestu í undirborðinu (stundum eru moldvörpur og
mýs nefndar moldarverur). Þessi risi undirborðsins, ánamaðkurinn, hefur það umfram önnur
smádýr að hann getur grafið sér göng og búið til leiðir um moldina, meðan flestar aðrar smá-
verur verða að láta sér nægja þau holrúm sem jarðvegsagnirnar mynda.
SAMFÉLAGIÐ í MOLD OG SVERÐI
Samfélag þeirra lífvera sem lifa í mold og sverði er mjög fjölbreytt. Lífsskilyrðin eru marg-
vísleg (hiti, loft, vatn, ljós) og lífverurnar eru mismunandi, misstórar, mishreyfanlegar og gera
mismunandi kröfur. Enginn veit hve margar tegundir eru til í heiminum af þessum lífverum,
og á íslandi er þetta að mestu ókannaður heimur.
Venjan er að flokka lífverur kerfisfræðilega í fylkingar og flokka, svo sem:
(1) Frumverur: veirur, gerlar, geislasveppir, blágrænþörungar.
(2) Plöntur: þörungar (grænþörungar, kísilþörungar), sveppir, mosar, æðpföntur.
(3) Dýr: ffumdýr (t.d. svipudýr, slímdýr, brádýr), þyrilormar, hjóldýr, þráðormar,
bessadýr, liðormar (t.d. pottormar, ánamaðkar), lindýr (t.d. sniglar), krabbadýr (t.d.
grápadda), liðdýr (t.d. skordýr, kóngulær, mítlar), hryggdýr (t. d. moldvörpur).
Lífverur í mold og sverði má þó flokka á ýmsa vegu. Ein handhæg flokkun byggir á
stærð lífveranna (Helgi Hallgrímsson 1969):
(a) Örverur, sjást einungis í smásjá (1. mynd).
• Veirur (Virus).
• Gerlar (Bacteria).
• Blágrænþörungar (Cyanophyta).
• Geislasveppir (Actinomycetes).
• Sveppir (Mycota).
• Þörungar (Chlorophyceae, Diatomeae) [græn-og kísilþörungar].
• Frumdýr (Protozoa) [svipudýr, slímdýr, brádýr].
(b) Smáverur, má sjá með berum augum, en best að skoða í víðsjá (2. mynd).
• Hjóldýr (Rotatoria).
• Bessadýr (Tardigrada).
• Þyrilormar (Turbellaria).
• Þráðormar (Nematoda).
• Pottormar (Enchytraeidae).
• Smáskordýr (Insecta) [frumskottur, skjaldlýs, mordýr].
• Mítlar (Acarina).