Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 192
184
dálítið stærri og lifa einnig í smáum holrúmum, sumir í vatni, aðrir þurfa loft. Sumir þeirra
ferðast um með svipum sem þeir sveifla til. Stöku gerlar binda köfnunarefni loftsins og koma
því þannig í lífræn efni og inn í hringrás moldarinnar. Nokkrii' gerlar eru sjúkdómsvaldar á
plöntum, svo sem Pseudomonas. Gerlarnir geta hægt á lífsstarfseminni og myndað gró og
lifað af ef skilyrðin verða óhagstæð. Geislasveppirnir líkjast bæði gerlum og sveppum, en
þræðir þeirra eru mjórri en sveppþræðir. Það eru einkum geislasveppirnir sem valda því að
„moldin angar“. Geislasveppirnir eru helst í betri jarðvegi, þurrum og með hátt sýrustig. Al-
gengustu sveppirnir eru ekki hinir sýnilegu hattsveppir heldur smásæir myglusveppir.
Sveppirnir eru sérhæfðir í að brjóta niður tormelt efnasambönd í frumuveggjum plantna, en
margir þeirra lifa einnig í samlífi með plöntum. Sveppirnir eru fyrirferðarmestir örveranna.
Þeir eru loftháðir og því einungis þar sem loft leikur um moldina. Sumir eru plöntusýklar, svo
sem Erysiphe graminis, sem veldur mjöldögg á grösum. Dæmigerður jarðvegssveppur er
grænmyglan, Penicillium, sem notaður var til lýfjagerðar. Sveppir geta dafnað í súrari mold
en aðrar örverur og geta myndað
dvalargró ef aðstæður verða
óhagstæðar. Þörungarnir eru
flestir frumbjarga, þ.e. binda
koltvísýring loftsins með hjálp
sólarljóssins eins og plönturnar
og eru því ljósháðir og mest við
yfirborðið. Þörungarnir eru víða
frumherjar við myndun lífrænna
efna í bergefnajarðvegi, vegna
þess að þeir eru ekki háðir líf-
rænum efnum plantnanna.
Frumdýrin lifa á bakteríum og
sveppum og eru hreyfanleg í
jarðvegsvatninu. Þau halda sig
mest við yfirborðið, vegna þess
að þar er besta fæðan fyrir þau.
Frumdýrin taka einnig þátt í
niðurbroti lífrænna efna.
Smáverur
Smáverurnar (2. mynd) getum
við greint með stækkunargleri
og sum þeirra með berum
augum. Við verðum sjaldan vör
við hjóldýrin, bessadýrin og
Hjóldýr
Bessadýr
Þyrilonnar
Pottormar
Frumskotta og skjaldlús
Mordýr
Mítlar
2. mynd. Dæmi um dýr úr helstu hópum smávera í moldinni.
Stærðarhlutföll eru ekki rétt (Braums 1968).