Ráðunautafundur - 15.02.1998, Qupperneq 193
185
þyrilormana. Hjóldýrin eru örlítil aflöng dýr samsett úr mörgum hólkum. Þau eru mest í
rökum jarðvegi og eru mjög lífsseig. Bessadýrin eru ógreinilega liðskipt og hafa oftast fjögur
útlimapör og hefur vaxtarlag þeirra þótt minna á smábirni og þaðan er nafngiftin. Þau fara
stutt ofan í moldina og eru algengust í snjódældum. Þyrilormarnir eru óliðskiptir, oft með
bifháraþekju og lifa helst í efsta lagi á blautri mold. Fyrir kemur að við sjáum stærstu þráð-
ormana. Þeir eru loftháðir, óliðskiptir, ljósir eða glærir, stífir og geta lítið dregist saman, en
geta sýnt snöggar sveifluhreyfingar. Þeir lifa í alls konar jarðvegi, en þó helst í rakri mold
með stórar holur. Af þeim er til mikill fjöldi tegunda, og einstaklingsfjöldinn getur líka verið
óskaplegur og sumar þeirra eru sníkjuverur á plöntum, svo sem kartöfluhnúðormurinn. Pott-
ormarnir eru svipaðir þráðormunum á stærð, en liðskiptk og skyldir ánamöðkum, ekki eins
algengir og þráðormarnir, nema þá í súrri mýramold. Af smáskordýrum má nefna þrjá hópa.
Fyrst eru það (a) frumskotturnar, hvít iiðskipt dýr allt að 2 mm á lengd, sem nærast á
sveppaþráðum og jurtaleifum, og eru þekktar þrjár tegundir þeirra á íslandi. Þá koma (b)
skjaldlýs sem eru nokkuð algengar í svarðarlaginu og loks (c) mordýrin, einnig nefnd stökk-
mor, sem eru afar algeng, og hafa greinst um 80 tegundir á íslandi. Algengustu mordýrin eru
ílöng með stökkgaffal á afturendanum, einkum þau sem lifa nærri yfirborðinu. Þau sem lifa
neðar eru meira kúlulaga og minni. Þau hafa sex fætur líkt og önnur skordýr. Mordýrin getur
hver maður séð sem tekur sér moldarlúku og ber hana við augað, ekki síst ef stækkunargler er
notað. Þá er komið að öðrum dýrahópi sem er afar algengur og hver maður getur séð með
nákvæmnisskoðun á moldarlúku, en það eru svonefndir áttfætlumaurar eða mítlar, litlar
kubbslegar pöddur með átta fætur, skyldar kóngulóm. Mítlarnir eru mikilvægir fyrir niðurbrot
jarðvegsins, og fjöldi þeirra í jarðveginum getur orðið verulegur, líkt og mordýranna. Sumar
tegundir eru sjúkdómsvaldar svo sem roðamítillinn og túnamítillinn, sem valdið hefur usla í
túnum.
Stórverur
Stórverurnar (3. mynd) lifa flestar á yfirborðinu og í sverðinum og kannast flestir við þær.
Margar stórveranna eru þannig ekki eiginlegar undirborðsverur vegna þess að þær lifa að
mestu leyti á yfirborði moldarinnar og ferðast þar um og fara lítið eða stutt ofaní jarðveginn.
Minnstu stórverurnar fara niður í stærstu moldarholurnar og skríða undir steina og plöntu-
leifar. Grápaddan er eitt fárra krabbadýra sem lifir á landi og hún á það sameiginlegt með
þúsundfætlum og margfætlum að hún lifir helst á rökum stöðum þar sem mikið fellur til af
lífrænum efnum. Sniglar, kóngulær og langfætlur ferðast mest eftir yfirborðinu og klifra
upp eftir plöntum. Þá er ónefndur konungur undirborðsveranna, risinn í heimi þeirra,
ánamaðkurinn, sem blandar og meltir lífrænar leifar og grefur göng í moldina. Af honum
eru til 11 tegundir á íslandi. Flest stórskordýrin, s.s. (a) bjöllur eins og járnsmiður og jötun-
uxi, (b) flugur og (c) fíðrildi, lifa á yfirborðinu eða fljúga um loftið. Það er öllum þessum
stórverum sameiginlegt að þær á einhverju stigi lífsferilsins taka þátt í niðurbroti lífrænna
efna, og saur þeirra er mikil gróðrarstöð fyrir örverur sem halda niðurbrotinu áffam. En það