Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 194
186
Grápadda
Þúsundfxtla
Margfætla
Snigill
Kónguló
eru plönturnar og byrkningarnir sem eru
fyrirferðarmestar lífveranna í mold og
sverði.
RANNSÓKNIR Á MOLDAR- OG
SVARÐARLÍFI
Á heimsvísu er jurtalífið í sverðinum all-
mikið rannsakað og þekking okkar á þeim
lífverum er allgóð. Einnig eru yfirborðs-
dýrin allvel rannsökuð víða í heiminum.
Hins vegar erum við fáfróð um líf annarra
lífvera í jarðveginum, undirborðsveranna,
enda er þessi heimur flókinn og marg-
brotinn og erfiðari viðfangs eftir því sem
lífverurnar eru smærri. Það er hins vegar
ekki flókið að gera frumathuganir á minni
lífverum. Gerlar og sveppir eru til dæmis
rannsakaðir þannig að moldarsýni er leyst
upp í vatni og lausninni dreift á skálar með
mismunandi æti eftir því hvaða lífverum er
verið að leita að. Erfitt getur verið að
greina örverurnar til tegunda út frá útlits-
einkennum, en það er oftast gert með því
að mæla starfsemi þeirra, hvaða efni þær
brjóta niður og framleiða. Jarðvegsverur,
hreyfanleg dýr sem halda sig sífellt í undir-
borðinu, þarf að reka úr jarðveginum til að
fá gott sýni af flokkum og tegundum jarð-
vegsdýranna. Það er þrennt sem þessi dýr
forðast en það er hiti, þurrkur og Ijós. Með því að setja jarðvegssýni af ákveðnu rúmmáli
undir ljósaperu, sem hitar, þurrkar og lýsir sýnið ofanfrá, er hægt að smala dýrunum út úr
jarðveginum niður um trekt í vökva til skoðunar. Þessi búnaður nefnist þurrflæmir (4.
mynd). Sum dýrin, svo sem smáormar, yfirgefa moldarhnausinn ógjarna og mynda dvalarstig
þegar hnausinn þornar. Því þarf að flæma þau í votu sýni og er lífverunum safnað í vatn sem
er í slöngu neðan í trektinni og kallast búnaðurifin votflæmir (4. mynd). Þessi dýr leita
þangað sem vatnið er kaldast, þ.e. í slönguna, og þar er þeim safnað. Til söfnunar á yfirborðs-
dýrum, hlaupadýrum, er oífast notuð einföld aðferð þar sem grafin er dós niður í jarðveginn,
þannig að brúnir hennar nemi við yfirborð jarðvegsins, og skríða þá dýrin ffam af brúninni og
geymast í vatni sem er á botni dósarinnar. Þessi búnaður nefnist fallgildra (4. mynd). Flugdýr
3. mynd. Dæmi um helstu hópa stórvera í moldinni.
Stærðarhlutföll eru ekki rétt (Erlendur Jónsson o.fl.
1989, Hansche 1988, Brauns 1968).