Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 195
187
eru hins vegar veidd í háf
(Erlendur Jónsson og Erling Ól-
afsson 1989). Allar hafa þessar
aðferðir sína annmarka, en gagn-
ast þó til að gefa grunnupplýs-
ingar um starfsemi lífveranna í
mold og sverði. Söfnun dýra er
þess vegna ekki erfið, en úr-
vinnsla sýnanna er tímafrek og
krefst reynslu og þekkingar.
Tegundagreiningin er sérfræði-
vinna, og flestir vísindamenn eru
einungis sérffóðir í greiningu
eins eða fárra dýrahópa.
FJÖLDI OG MAGN
Augljóslega eru plönturnar þær lífverur sem mest ber á og mest vega í túnsverði. Um þær
verður ekki fjallað hér. Einnig er vitað að af öðrum lífverum er einstaklingsfjöldinn mestur af
örverum. Ekki eru þær heldur teknar til meðferðar hér, heldur þær lífverur sem liggja þarna á
milli, smáverur og stórverur svarðarins. Þar kemur fram að örverurnar, þó litlar séu, eru
mestur hluti lífmassans, en smáverurnar minnsti hlutinn. Þess ber að geta að þarna eru plöntu-
rætur ekki teknar með, en þær mundu auka hlutdeild stórveranna geysilega. Í 1. töflu er
sýndur einstaklingsfjöldi og heildarþungi lífveruhópanna sem hér hafa verið nefndir. Þar
kemur ffam geysilegur fjöldi örveranna, sem leiðir til þeirrar óvæntu niðurstöðu að lífmassi
þeirra er samanlagt fjórfalt meiri en lífmassi smáveranna og stórveranna samanlagt.
1. tafla. Fjöldi einstaklinga og lífmassi (g blautvigt/m2) í 30 efstu sentimetrum evrópskrar moldar (Brauns 1968).
Hópur Örverur Fjöldi g Hópur Smáverur Fjöldi g Hópur Stórverur Fjöldi g
Gerlar 1 bill. 50 Hjóldýr 25.000 0,01 : Krabbadýr 50 0,5
Geislasveppir 10.000 rnill. 50 Þráðormar 1.000.000 1 Fjölfætlur 150 4
Sveppir 1.000 mill. 100 Pottormar 10.000 2 Þúsundfæt 50 0,4
Þörungar 1 mill. 1 Mordýr 50.000 0,6 Sniglar 50 1
Frumdýr 1,6 mill 10 Mítlar 100.000 1 Ánamaðkar 80 40
Kóngulær 50 0,2
Skordýr 350 3,5
Samtals 1 billjón 211 j 1.185.000 4,61 780 49,6
4. mynd. Tæki til söfnunar á smádýrum. (A) Þurrflæmir. (B) Fall-
gildra. (C) Háfur.
ÞEKKINGIN
Á heimsvísu eru örugglega margar tegundir moldar- og svarðarvera enn ekki þekktar, og