Ráðunautafundur - 15.02.1998, Qupperneq 198
190
RAÐUNnUTRFUNDUR 1998
Áhrif túnræktunar á smádýrafánuna
Bjarni E. Guðleifsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum
INNGANGUR
Túnræktun á íslandi felur í sér að land er brotið með jarðvinnslu og í það er sáð grasffæi.
Síðan er túnið nánast aldrei endurunnið, en áborið tilbúnum áburði hvert ár, oftast að vorinu,
og oft einnig búfjáráburði á ýmsum árstímum. Þá er túnið stundum beitt og nær alltaf slegið,
stundum tvíslegið. Samfara nýtingunni er talsverð umferð véla og dýra um tún, samanborið
við úthaga. Má þvf segja að það séu þessir þrír þættir, jarðvinnslan, áburðurinn og slátturinn,
sem séu megin áhrifavaldar á túnið og geta þeir augljóslega haft veruleg áhrif á það sem
gerist niðri í sverðinum, svo sem þróun jarðvegs og þá jarðvegsfífsins. Hefðbundið er að
leggja mat á jarðvegsgæði með því að mæla eðlis- og efnaeiginleika hans, en viðgangur
ýmissa lífveruhópa hefur einnig verið notaður sem mælikvarði á ástand og gæði jarðvegsins.
Þetta hefur lítið verið rannsakað hérlendis, en talsvert erlendis, og er lítið vitað um smádýra-
lífið í íslenskum túnsverði. Því var sumarið 1996 safnað gögnum um svarðarlífið f tilraun 5-
45 við gömlu Gróðrarstöðina á Akureyri, en þar hafa verið bornar á mismunandi tegundir
köfnunarefnisáburðar alit frá árinu 1945, og einnig var svarðarlífið kannað á þremur túnum
og þremur sambærilegum og nálægum úthagablettum á Möðruvöllum. Tilraun 5-45 fær
einungis tilbúinn áburð að vorinu og er slegin einu sinni á ári með greiðusláttuvél og er nánast
án umferðar, en túnin á Möðruvöllum fá bæði tilbúinn áburð og búfjáráburð, eru stundum
beitt og off tvíslegin með þeirri umferð sem öllu þessu fylgir, en úthagablettirnir eru einungis
beittir. Má því segja að tilraunin gefi upplýsingar um áhrif tilbúins nituráburðar en túnin sýni,
í samanburði við úthagablettina, hver eru heildaráhrif túnræktunar og nytja.
EFNIVIÐUR
í tilraun 5-45, sem hefur fengið nánast sömu meðhöndlun ífá árinu 1945, er verið að bera
saman áhrif mismunandi köfnunarefnisgjafa á uppskeru. Grunnáburður á alla liði er 23,6 kg
P/ha og 79,7 kg K/ha. Niðurstöður uppskerumælinga sjást í 1. töflu.
1. tafla. Uppskera í tilraun 5-45.
Tilraunaliður Nituráburður, kg Uppskera 1996, hkg Uppskera 51 ár, hkg
N/ha þe./ha þe./ha
A 0 36,3 25,5
B 82 (sem Kjarni) 53,3 48,5
C 82 (sem stækja) 39,4 37,2
D 82 (sem kalksaltpétur) 63,1 47,4