Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 200
192
5. tafla. Hlutdeild grastegunda (% gróðurhula) á athugunarspildum á Möðruvöllum metin
30. ágúst 1996.
Spilda Spilda Spilda Spiida Spiida Spilda
Grastegund 1 2 3 4 5 6
Snarrót 80 70 15 90 30 75
Vallarsveifgras 60 5 5 20
Túnvingull 10 10 5 10
Língresi 5 10 5 5
Háliðagras Vallarfoxgras 5 20 40
Varpasveifgras 10
Annað 10 5 +
Á hverri spildu var komið fyrir hitaskynjara niður í 2,5 sm dýpt í jarðveginum. Var
lesið af þessum mælum og tekið sýni til holurýmismælinga í hvert sinn sem skipt var um
dósir yfir sumarið. Um haustið, þann 28. október voru tekin jarðvegssýni á hefðbundinn hátt
og eru niðurstöður jarðvegsmælinga sýndar í 6. töflu.
6. tafla. Efna- og eðlismælingar á jarðvegi á athugunarspildum á Möðruvöllum sumarið 1996.
Spildur pH P-tala K-tala Ca-tala Mg-tala Lífrænt efni í 0-5 sm, % Lífrænt efni 0-12sm, % Holurými %
1. Hólmi 5,5 10,2 0,3 13,5 5,8 24 12 49
2. Nes 5,7 2,2 1,3 15,0 7,8 32 14 57
3. Miðmýri 5,5 27,8 1,5 21,0 8,0 70 58 59
4. Grundarmýri 5,5 6,4 2,0 11,0 5,6 30 14 53
5. Slættir 5,4 23,4 1,6 17,0 5,0 40 31 59
6. Beitarhúsapartur 5,6 11,0 3,4 17,5 8,0 50 20 57
Þarna kemur fram ágætt samræmi á milli ræktaðs og óræktaðs lands, nema hvað Grund-
armýrin virðist nokkuð frábrugðin Miðmýrinni. Þetta sést á lífrænu efnunum, en þau eru mikil
í Miðmýrinni, svo sem vera ber, 70%, en einungis 30% í Grundarmýrinni, sem því tæpast
getur talist mýri. Skýringin kann að vera sú að Grundarmýrin hefur verið ffamræst svo sem
Miðmýrin og að ólífrænum uppgreftri hafi verið dreift um mýrina. Burtséð frá þessu þá eru
allir efnaeiginleikar hærri í óræktinni en ræktuðu túnunum. Ræktunin virðist rýra efnaforða
jarðvegsins, svo og lífrænan hluta hans, og sýrustigið lækkar. Lífrænu efnin hafa afgerandi
áhrif á efna- og eðliseiginleika jarðvegsins. Þau eru minnst í sandkennda jarðveginum (24-
32%), miðlungs mikil í móajarðveginum (40-50%) og mest í mýrajarðveginum (30-70%)
með því fráviki sem fyrr er nefnt.
AÐFERÐIR
Fallgildrur voru settar út að vori og var þvermál yfirborðsops 7 sm (38,5 sm2) og dýpt þeirra 8
sm. Ánamöðkum var safnað með sérstakri sýnatöku með því að stinga upp 30 sm þykka torfú
sem var 0,25 m2, en ánamaðkar skriðu einnig alloft ofaní fallgildrurnar. Sýnin voru geymd í
ísóprópanóli til greiningar.