Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 201
193
í tilraun 5-45 voru settar út fallgildrur í eina blokk tilraunarinnar og ein gildra sunnan
við tilraunina (0=áburðarlaust) og var einungis ein gildra í hverjum reit. Söfnun hófst 4. júní
og lauk 29. október. Gildrurnar voru tæmdar því sem næst vikulega. Ánamöðkum var safnað
með sérstakri sýnatöku 16. ágúst.
Þann 20 maí 1996 hófst einnig söfnun smádýra á spildunum sex á Möðruvöllum, og
stóð söfnun í heilt ár eða til 27. maí 1997. Sex gildrum, endurtekningum merktum A-F, var
komið fýrir á hverri spildu í beinni línu með um 1 meters millibili og þá yfirleitt þannig að A
var á lægsta hluta línunnar og E á þeim hæsta. Nokkurn vegin vikulega var skipt um dósir og
var þá bætt í þær ísóprópanóli, þannig að sýnin geymdust í um 50% lausn fram til greiningar.
Við slátt rofnaði samfellan í söfnun á túnunum, en hún er hins vegar samfelld á úthagaspild-
unum. Þegar leið á haustið og um veturinn var endurtekningum á hverri spildu fækkað niður í
tvær (C og F) og sýni um veturinn voru einungis tekin með tveggja til þriggja mánaða milli-
bili. Þá var lítið í gildrunum og oft vandamál að ná sumum þeirra upp, vegna þess að leys-
ingavatn hafði runnið yfir þær og frosið. Ánamöðkum var safnað þrívegis, 4. júní, 4. júlí og
30. ágúst.
Erling Ólafsson, Hálfdán Björnsson og Ingi Agnarsson aðstoðuðu höfund við tegunda-
greiningar. Yfirleitt voru smádýrin greind til tegunda, en höfundur flokkaði mítla og mordýr
hvor um sig í 5 hópa án nánari tegundagreiningar. Hópar mordýra voru þessir: blámor (Pod-
uridae), pottamor (Onychiuridae), stökkskottur (Isotomidae), kengskottur (Entomobryidae)
og kúlumor (Smithuridae). Nafngiffir mítla eru þessar: flosmítlar (Prostigmata), glermítlar
(Heterostigmata), ránmítlar (Mesostigmata), brynjumítlar (Cryptostigmata) og fitumítlar (Ast-
igmata) (Gjelstrup 1983, Bjarni E. Guðleifsson 1985, Gjelstrup og Petersen 1987).
NIÐURSTÖÐUR
Áhrif áburðar - tilraun 5-45
Ánamöðkum var einungis safnað einu sinn í tilraun 5-45, 16. september, og þráðormar voru
einnig reknir úr mold einu sinni, 11. júní. Niðurstöður sjást í 7. töflu. Sennilega hefur ána-
maðkanna verið leitað heldur seint að sumrinu og þráðormanna heldur snemma.
7. tafla. Fjöldi ánamaðka og þráðorma í tilraun 5-45 sumarið 1996.
A Ekkert N B Kjarni C Stækja D Kalksatpétur O Utan tilraunar
Fjöldi ánamðka/m2 117 117 0 62 216
Fjöldi tegunda 2 1 0 1 2
Lífmassi, g þe./m2 7,14 6,34 0 3,01 12,36
Fjöldi þráðorma/m2 5510 689 0 2755 5510
Það er athyglisvert að engir ánamaðkar og heldur engir þráðormar fundust í súra stækju-
reitnum, en ánamaðkarnir og reyndar einnig þráðormarnir eru flestir utan tilraunar, þar sem
ekkert er borið á. Af ánamöðkum fundust einungis tvær tegundir, Túnáni (Lumbricus
rubellus) og Grááni (Aporrectodea caliginosa).