Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 204
196
Fimm tegundir ánamaðka fundust, Grááni (A. caliginosá), Rauðáni (A. rosea), Langáni
(A. longa), Túnáni (L. rubellus) og Stóráni (L. terrestris). Enginn ánamaðkur fannst í Mið-
mýrinni, og bæði þar og á Hólmanum eru ánamaðkarnir færri í ræktaða landinu en því órækt-
aða. Hins vegar er mest gróska í frjósamasta túninu, Sláttum, og þar eru líka stærstu
maðkarnir.
Sem fyrr greinir rofnaði samfellan í söfnun í fallgildrur á túnunum við slátt, eitt tún var
einslegið, tvö tvíslegin. Féllu því úr 5-6 dagar í söfnun á túnunum (sjá 4. töflu) og verður að
hafa það í huga við samanburðinn á fjölda dýra í túnum og úthaga. Til að fá tölur sambæri-
legar við söfnunina í tilraunin 5-45, verður einnig hér kynntur heildarfjöldi dýra sem safnaðist
frá 27. maí til 7. október, eða heldur fyrr að vorinu en styttra fram á haustið. Þetta er mikill
efniviður sem enn er ekki fullunninn og verða í 10. töflu einungis sýndar niðurstöður úr einni
endurtekningu af 6 (endurtekning 3 eða C).
Það fæst hér enn staðfest að engir ánamaðkar eru á túninu á Miðmýrinni, en það vekur
norkkra furðu hve fáir ánamaðkar koma fram á Sláttum, sem hafði flesta og stærstu maðkana
í ánamaðkarannsókninni hér að ffaman. Skýringin er eflaust sú að Slættir er ffjósamt og þurrt
móatún með djúpum jarðvegi, en sandkenndu spildurnar á Hörgárbökkum eru raklendari og
þar halda ánamaðkarnir sig í yfirborðinu og skríða í gildrurnar í rigningu. Flestir ánamaðkar
koma í fallgildrur eftir rigningu. Faflgildrur eru ekki ætlaðar til söfnunar á ánamöðkum.
Kóngulóm og bjöllum fækkar við ræktunina, en þó eru fleiri kóngulær í Miðmýrinni en til-
svarandi úthaga. Það er hins vegar í hinum smærri lífverum, mordýrum og mítlum, sem áhrif
ræktunar koma best ffam. I heild fækkar mordýrum við ræktunina en mítlum fjölgar, en þetta
er þó misjafnt eftir dýrahópum og einnig eftir túnspildum. í öllum tilvikum fækkar keng-
skottum, ránmítlum og sérstaklega brynjumítlum við ræktun en flosmítlum og fitumítlum
fjölgar.
UMRÆÐUR
Tilraunareitirnir á Akureyri eru nokkuð stórir, 7x7 m, en engu að síður má búast við að
hreyfanleg dýr, hlaupadýr og flugdýr, flæmist á milli reita. Fallgildrusöfnunin er því vafasöm
þar, og varðandi ánamaðkana er einungis byggjandi á sérsöfnunum þeirra, ekki þeim sem
söfnuðust í fallgildrurnar. Fjöldi og lífmassi ánamaðkanna er bæði í tilrauninni og túnunum
(7. tafla, 9. tafla) fyllilega sambærilegur við það sem mælst hefur hérlendis (Hólmfríður Sig-
urðardóttir og Guðni Þorvaldsson 1994), og á Möðruvöllum fundust sömu tegundir en fleiri
einstaklingar en komu fram á þessum sömu túnum árið 1979 og enn finnast engir ánamaðkar í
Miðmýrinni (Bjarni E. Guðleifsson og Rögnvaldur Ólafsson 1981). Engin skýring er á því
hvers vegna ekki eru ánamaðkar þar, en Miðmýrin er ágætlega þurr og sýrustig mælist 5,5.
Svo virðist sem áburðurinn í tilraun 5-45 dragi nokkuð úr viðgangi maðkanna, einkum sá sem
sýrir mest (7. tafla). Sama má segja um nýtingu túnanna á Möðruvöllum, hún dregur úr
ánamaðkafjöldanum (9. tafla) en þó ekki á frjósamasta túninu, Sláttum, sem er miklu
ánamaðkaríkara en úthaginn, og nýtur túnið, sem er rétt við bæjarhólinn, eflaust aldagamallar
búfjáráburðargjafar.