Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 205
197
Söfnun í fallgildrur hentar vel til söfnunar á dýrum sem skríða um jarðvegsyfirborðið,
hlaupadýrum, svo sem bjöllum, kóngulóm og langfætlum, en einnig smærri dýrum svo sem
mordýrum og mítlum. Hins vegar ræður tilviljun hvað safnast af flugdýrum, og til dæmis
söfnuðust engin fiðrildi. Þó er ljóst að einn hópur mýflugna, svarðmý, er ríkjandi í túnsverði
og einnig er talsverður fjöldi af smávespum á sveimi, einkum sníkjuvespum.
Gerðar voru athuganir á smádýralífinu í tilraun 5-45 sumarið 1970 (Jóhannes Sigvalda-
son 1973) en þá voru dýr flæmd úr jarðvegssýnum sem tekin voru í mismunandi dýpt, þannig
að yfirborðsdýr, svo sem margir flos- og fitumítlar koma ekki fram, og eru því niðurstöðurnar
ekki sambærilegar. í þeirri rannsókn voru fæst mordýr og mítlar í stækjureitum, öfugt við það
sem hér var. Tilbúni áburðurinn sem notaður er í tilraun 5-45 hefur hafl neikvæð áhrif á
kóngulær og langfætlur (8. tafla). Hins vegar hefúr jötunuxum fjölgað, mest í stækjureitunum
og stækjan og Kjarninn virðast einnig hafa aukið hlutdeild blámors, stökkskotta og flosmítla
(8. tafla), en í þeim hópi er einmitt túnamítillinn (Penthaleus major). Það er sennilega þessi
tegund sem veldur miklum fjölda flosmítla á Hólmanum og Miðmýrinni á Möðruvöllum (10.
tafla), en auk þess er geysilegur fjöldi fitumítla á Miðmýrinni (líklega tegundin Tyrophagus
similis).
Við ræktun túnanna á Möðruvöllum fjölgar mítlum í flestum tilvikum og stundum
einnig mordýrum (10. tafla). í rannsókn Helga Hallgrímssonar (1975), þar sem meðal annars
eru borin saman tún og graslendi, voru smádýr flæmd úr jarðvegi. Þar reyndust mítlar og mor-
dýr einnig fleiri í túnum en graslendi. Á Möðruvöllum verður fækkun í rán- og brynjumítlum
en geysileg fjölgun í flos- og fitumítlum (10. tafla), sem margir hverjir lifa á plöntunum. Vera
kann að þessir hópar smádýra, flos- og fitumítlarnir séu síðan fæða fyrir stærri dýrin sem
einnig íjölgar, svo sem kóngulær og bjöllur (Curry 1994). Afgerandi aukning í fjölda jötun-
uxa og kóngulóa skýrist þá af því að þau lifi á einhverjum mordýrum og flosmítlum eða
fitumítlum.
Hér hefur einungis verið gerð grein fýrir fjölda dýrahópa við mismunandi aðstæður, en
ekki farið ofaní þær breytingar sem verða á tegundafjölda. I ljós kom mjög greinilega að enda
þótt mörgum dýrahópum fjölgi við ræktun, þá fækkar tegundunum, það eru einstakar
tegundir, einkum kóngulóa og bjallna, sem blómstra. Þetta er sýnt með dæmum í 11. töflu.
11. tafla. Tegundafjöldi og hlutdeild einstakra tegunda eða tegundahópa af bjöllum og kóngulóm í túnum
og úthaga á Möðruvöllum.
Dýraflokkur 1 Hólmi (tún) 2 Nes 3 Miðmýri (tún) 4 Grundar- mýri 5 Slættir (tún) 6 Beitarhúsa- partur
Fjöldi tegunda:
Kóngulær 12 17 14 14 13 16
Bjöllur 6 11 8 1 1 12 18
Hlutdeild, %:
Erigone atra (Sortuló) 79,3 0,5 87,0 21,5 71,7 20,6
Stórar kóngulær 1,0 30,4 2,0 10,1 6,0 21,7
Atheta atramentaria 37,1 8,3 35,1 8,3 22,2 1,9
Aðrar bjöllur en jötunuxar 2,9 33,3 27,0 8,2 22,2 44,4