Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 206
198
í nær öllum tilvikum hefur tegundum fækkað við ræktun og stórum kóngulóm hefur
fækkað, en litlum, aðaOega sortuló, fjölgað geysilega. Jötunuxategundinni Atheta
atrament-aria (og reyndar einnig Oxypoda islandica) hefur fjölgað mikið en öðrum
bjöllum en jötunuxum (flestar stórar) hefur hlutfallslega fækkað. Má því leiða að því líkur
að sú fæða sem til boða er við ræktun (mulið gras, mykja, smádýr sem fjölgar) henti jötun-
uxum og litlum kóngulóm. Ræktunin leiðir til tegundafækkunar en mikillar fjölgunar á
einstökum tegundum.
ÁLYKTANIR
Af athugunum sem gerðar voru sumarið 1996 á smádýralífinu í grassverði við Eyjafjörð
kemur í ljós að ræktun (áburður, sláttur) rýra heldur viðgang ánamaðka í túnum, þó síst í
túnum sem eru í mjög góðri rækt. Mordýrum og mítlum fjölgar yfirleitt við ræktun, en þetta
er mismunandi á milli hópa. Blámori, flos- og fitumítlum íjölgar, en kengskottum, ránmítlum
og brynjumítlum fækkar. Þrátt fyrir fjölgun einstaklinga við ræktun fækkar tegundum smá-
dýra, einkum tegundum kóngulóa og bjallna, en einstökum tegundum fjölgar geysilega svo
sem sortuló og jötunuxum. Þessi stærri dýr gætu nærst á þeim minni (mordýrum og mítlum)
sem fjölgar við ræktun og nýtingu.
HEIMILDIR
Bjarni E. Guðleifsson, 1985. Af mítlum og mori við Eyjafjörð. Ársrit Ræktunarfélag Norðurlands 82, 49-56.
Bjarni E. Guðleifsson & Rögnvaldur Ólafsson, 1981. Athugun á ánamöðkum í túnum í Eyjafirði. Náttúrufræð-
ingurinn 51, 105-113.
Brynhildur Bjarnadóttir, 1997. Köngulær í túnum og úthaga. Fimm eininga rannsóknaverkefni við Líffræðiskor
Háskóla íslands. 40 s.
Curry, J.P., 1994. Grassland Invertebrates. Chapman & Hall. 437 s.
Gjelstrup, P., 1983. Mider i hus og have. Natur og Museum 22(3), 31 s.
Gjelstrup, P. & H. Petersen, 1987. Jordbundens mider og springhaler. Natur og Museum 26(4), 31 s.
Helgi Hallgrímsson, 1975. Um lífið í jarðveginum IV. Smádýralíf jarðvegsins í ýmsum gróðurlendum. Ársrit
Ræktunarfélags Norðurlands 72, 28^t4.
Hólmgeir Björnsson & Þórdís Anna Kristjánsdóttir (ritstj.), 1996. Jarðræktarrannsóknir 1996. Fjölrit Rala nr.
189.
Jóhannes Sigvaldason, 1973. Um lífið í jarðveginum. Nokkrar athuganir á dýralífi í reitum áburðartilrauna í Til-
raunastöðinni á Akureyri. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 70, 51-62.