Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 209
201
raun sama flokkun og verið hefur nema stöfum er breytt í samræmis við reglurnar fyrir
lambaskrokkana.
2. tafla. Fituflokkar lambakjöts. Þykkt fitu 11 cm frá miðlínu hryggjar við næstaftasta rif. Fita utan
á skrokkum og í brjóstholi.
Fituflokkar Utan á skrokk Brjósthol
1 Mjög lítil fita Síðufita <5mm Vottur af fitu eða engin sýnileg fita Vottur af fitu eða engin sýnileg fita á milli rifja
2 Lítil fita Síðufita <8mm Þunnt fitulag þekur hluta skrokksins nema helst á bógum og lærum Vöðvar sjást greinilega á milli ritja
3 Eðlileg fita Síðufita<ll mm Skrokkur allur eða hluta þakinn léttri fituhulu. Aðeins meiri fitusöfnun við dindilrótina Vöðvar sjást enn á milli rifja
3+ Mikil fita Síðufita<l4 mm Skrokkur að mestu leyti þakinn fituhulu Fitusprenging í vöðvum á milli ritja
4 Mjög mikil fita Síðufita < 18 mm Skrokkur að mestu leyti með þykkri fituhulu, sem getur verið þynnri á bógum og lærum Fitusprenging í vöðvum á milli rifja. Áberandi fita á rifjum
5 Óhóflega mikil fita Síðufita>18 mm Mjög þykk fituhula á öllum skrokk. Greinileg fitusöfnun Vöðvar milli rifja fitusprengdir. Óhófleg fitusöfnun á riíjum
Leyffleg frávik frá ofangreindum fitumörkum eru ±1 mm eftir fitudreifingu skrokksins eftir nánari
fyrirmælum kjötmatsformanns.
Verkunargallar og áverkar
Til viðbótar skal meta sérstaklega þá skrokka sem vegna verkunargalla, marbletta eða annarra
áverka teljast gölluð vara.
Þyngdarflokkar
Heimilt er að merkja skrokka í þyngdarflokka eftir óskum sláturleyfishafa eða kaupenda
hverju sinni.
Merking á sláturvörum á sláturstað
Við gæðamat skal festa merkimiða tryggilega á hvern skrokk eða hluta úr skrokk. Á miða
skal skráð skýrum stöfum nafn eða skammstöfún sláturleyfishafa og númer sláturhúss þar
sem slátrað er, ásamt tegundaheiti kjötsins og gæðaflokksmerki. Kjötmatsformaður staðfestir
gerð og frágang merkimiða og ákveður leturgerð. Á merkimiða skal einnig stimpla sláturdag
og ár.
Heimilt er að prenta viðbótarupplýsingar á merkimiðann, t.d. strikanúmer, fallþunga,
nafn innleggjenda, býlisnúmer og nafn kaupenda.
Heimilt er að nota litamerkingar til að aðgreina fituflokka, þ.e.; 1 = ljósgrænn, 2 = ljós-
blár, 3 = hvítur, 3+ = dökkblár, 4 og 5 = dökkgrænn.
Þegar sláturleyfishafi og heildsölufyrirtæki afgreiðir kjöt í heilum skrokkum, helm-