Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 210
202
ingum, fjórðungum eða niðurbrytjað, er skylt að láta fylgja hverju stykki eða pakkningu
tegundarheiti og gæðaflokksmerki kjötmatsins.
Við sölu kjöts í smásöluverslunum skal auðkenna og halda aðgreindum afurðum eftir
kjöttegund, kynferðis- og aldursflokkum.
VERÐFLOKKAR OG VERÐLAGSGRUNDVÖLLUR
Verðlagning á kindakjöti til bænda er opinber. í verðlagsgrundvellinum er kjötinu skipt í 9
verðflokka. Gengið er út ffá 7.625 kg framieiðslu sem skiptist samkvæmt reynslu í ákveðna
gæðaflokka og um leið verðflokka. Verð á verðflokkum til bænda er málamiðlum margra
þátta. Sjónarmið markaðarins og neytenda um hvaða skrokkar eru betri söluvara en aðrir
skrokkar varða einnig miklu. Ræktunarsjónarmið, hlutfall vöðva, fitu og beina ráða einnig
nokkru. Þá er tekið tillit til nýtingar og í afmörkuðum tilfellum til dýraverndunarsjónarmiða.
Núverandi grundvöllur
í 3. töflu er sýndur núverandi verðlagsgrundvöllur fyrir kindakjöt.
3. tafla. Verðlagsgrundvöllur fyrir kindakjöt íjanúar 1998.
Verðtlokkar Gæðaflokkar kr/kg Verðhlutfall Magn, kg % Alls, kr
1 DI Úrval 248,68 103,0 165 2,16 41.032
2 DI A 241,35 100,0 5516 72,3 1.331.286
3 DIB 215,68 89,4 594 7,79 128.1 14
4 D II 213,62 88,5 287 3,76 61.309
5 D III, V I 186,69 77,4 90 1,18 16.802
6 DIC 178,1 73,8 166 2,18 29.565
7 n, viii 111,87 46,4 518 6,79 57.947
8 FIIO, FIII, DIV 76,28 31,6 268 3,51 20.443
9 FIV, HI, HII 26,56 11,0 21 0,28 558
Alls 221,25 7625 100 1.687.057
Oft er talað um verðhlutföll á milli
gæðaflokka og verðflokka. Þá er verð á
algengsta flokknum haft til viðmiðunar.
Verðskerðing eða verðauking er þá á öðrum
flokkum út frá ákveðnum kostum og göllum.
Verðhlutföll fyrir dilkaskrokka í janúar 1998
eru sýnd í 4. töflu.
Tillögur að nýjum verðlagsgrundvelli
4. tafla. VerðhlutföII fyrir kindakjöt í janúar 1998.
III II A B C
Úrval 103
I 100 89,4 73,8
II 88,5
III 77,4
Óskir um nýjar reglur um gæðamat á kindakjöti eru um leið óskir um nýjan verðlagsgrundvöll
á meðan opinber verðlagning heldur áfram. Þegar verðlagning verður gefin frjáls eru nýjar
reglur um gæðamat viðmiðunar í samningum bænda, afurðastöðva og neytenda. Mjög