Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 211
203
ákveðnar óskir komu fram hjá sauðfjárbændum um að taka upp reglur um gæðamat á kinda-
kjöti sem byggðu á reglum Evrópusambandsins. Rökin fyrir þessum óskum voru:
1. Um 90% framleiðslunnar í einn holdfyllingarflokk og 80% í einn fituflokk, sem er
allt of gróf flokkun miðað við þann breytileika sem fyrir hendi er og ef tekið er mið
af mismunandi þörfum og óskum kaupenda.
2. Markaður fyrir iambakjöt er að breytast. Meiri áhersla er á ófrosið kjöt og bein-
lausar vörur tilbúnar á borð neytenda. Þess vegna er þörf á að flokka slátur-
skrokkana nákvæmar, bæði effir holdfyllingu, fitustigi og þá um leið eífir fallþunga.
3. Gildandi mat nýtist mjög illa við ræktunarstaif. Ströng og afmörkuð fitumörk hafa
verið gagnrýnd. Þau hafa oft leitt til þess að kjöt af vel vöxnu fé hefur verið verð-
skert. Nýtt gæðamat gæti aukið bjartsýni í sauðfjárrækt með nýjum viðhorfum í
ræktunarmálum, vöruþróun og markaðsmálum.
4. Útflutningur á kindakjöti er talin forsenda fyrir að efla sauðfjárrækt í landinu. Gild-
andi kjötmatskerfi er séríslenskt og það getur valdið erfiðleikum í markaðssetningu
erlendis. Besti markaðurinn fyrir íslenskt kindakjöt er í Evrópu. Því er eðlilegt að
hér á landi gildi reglur sem taki mið af regium sem giida í Evrópu, enda þær
vönduðustu í heimi.
Haustið 1996 var unnið að gangasöfnun til að undirbúa nýtt kerfi við gæðamat og nýjan
verðlagsgrundvöll. Var hún unnin í samvinnu við sænska landbúnaðarháskólann í Ultuna og
Jordbruksverket. Hingað til lands kom Göran Larsson kjötmatsformaður Svía. Alls voru rúm-
lega 2000 skrokkar úr 3 sláturhúsum og ffá 30 innleggendum mældir á ýmsan hátt:
• Stigun á frampart, hrygg og lærum.
• íslensk gæðamat og Evrópugæðamat á lambaskrokkum.
• Mælingar á fitu með þrenns konar kjötmælum. Gamla J-mælinum, nýja J-mælingum
og FTC-mæli frá Svíþjóð til að meta hæfni þeirra til að meta fitu í skrokkunum.
• Samanburðarúrbeining á skrokkhelmingum til að meta hlutfall söluvöru, fituaf-
skurðar og beina.
• Vinnsla á helmingum samkvæmt hefðbundinni nýtingu.
Unnið er að uppgjöri og skýrslugerð um kjötmælana í mastersverkefni Ólafar Einars-
dóttur við Landbúnaðarháskólann í Ultuna. Aðrar niðurstöður hafa verið notaðar til að ákveða
fjölda holdfyllingar og fituflokka í nýju gæðamati. Einnig var stuðst við niðurstöður nýtingar-
mælinga við tillögugerð að nýjum verðlagsgrundvelli. í 5. töflu eru sýnd hluföllin á miili
gæðaflokka lambakjöts í könnuninni.
Tillaga að nýjum verðlags-
grundvelli sem unnin hefur verið
af Arnóri Karlssyni í samvinnu
við nokkra aðila sem að verk-
efninu hafa komið er sýnd í 6.
töflu. Þetta hefúr nú verið sent
sláturleyfishöfum til umsagnar.
Verðhlutföllin eru í 7. töflu.
5. tafla. Hlutföll gæðaflokka lambakjöts í nýju kerfi.
1 2 3 3+ 4 Samtals
u 0,2 0,2 0,4 0,1 0,9
R 8,7 26,4 7,9 2,6 45,6
O 1,3 24,4 21,3 1,9 0,3 49,1
P 3,2 1,2 4,4
Samtals 4,5 34,4 47,9 10,3 3,0 100,0