Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 214
206
RAÐUIMAUTFIfUNDUR 1998
Nýtt kjötmat fyrir dilkakjöt, ræktunarmöguleikar
Jón Viðar Jónmundsson
Bœndasamlökum Islands
MATIÐ SEM HEFUR VERIÐ
Búnaðarþing og sauðijárræktarnefnd höfðu margoft ályktað um nauðsyn þess að taka upp nýtt
kjötmat fyrir dilkakjöt. Þegar skoðuð er skipting á milli gæðaflokka í dilkakjöti síðasta áratug,
sem sýnd er í 1. töflu, er ákaflega erfitt að greina nokkra þróun. Augljóst er að munur á milli
ára í fallþunga hefur haft nokkur áhrif eins og vænta má.
1. tafla. Hlutfallsleg skipting á milli gæðaflokka í dilkakjöti síðustu 10 ár miðað við fjölda falla.
Ár DIU DIA DII DIII DIB DIC Fallþungi
1988 8,01 78,38 5,42 1,61 5,81 0,77 14,24
1989 5,46 79,99 5,52 1,58 6,56 0,88 14,45
1990 3,50 78,56 5,37 1,52 9,21 1,85 14,69
1991 3,20 79,23 5,43 1,37 8,87 1,89 14,79
1992 2,45 80,18 7,11 1,83 6,89 1,83 14,57
1993 2,04 80,21 4,87 0,96 9,54 2,39 15,50
1994 1,88 81,26 4,29 0,90 9,35 2,31 15,61
1995 2,19 81,76 6,63 1,51 6,28 1,63 14,76
1996 2,43 81,63 5,71 1,21 7,18 1,83 14,96
1997 3,18 82,90 5,26 1,14 5,85 1,68 14,85
Þegar kjötmati var breytt á sínum tíma þá voru bundnar vonir við að það mundi skila
gagnlegri upplýsingum til ffamleiðenda en eldra kjötmat hafði gert. Óneitanlega kom það til
skila breyttum viðhorfum á markaði gagnvart fitu í dilkakjöti. Reynslan hefur sýnt að þar sem
bændur hafa tekist á við vandamál vegna of mikillar fitusöfnunar með skipulegum mælingum
á föllum dilka í sláturhúsi hafa margir náð mjög umtalsverðum árangri í þessum efnum. Við
fitumat hefur verið stuðst við beinar mælingar við matið og augljóst virðist að þar hefur náðst
góð samræming á mati um allt land.
Úrvalsflokkur var hugsaður sem hvati til framleiðenda til að framleiða föll með góða
vöðvasöfnun. Vel er þekkt að margir sláturleyfishafar hafa lengst af verið ffemur neikvæðir
gagnvart þessum gæðaflokki. Hlutfall hans í heildarframleiðslu hefur verið mjög lágt og lítið
verið gert til að vinna sérstaklega að kynningu á þessu kjöti á markaði, sem er að sjálfsögðu
eðlileg afleiðing af litlu magni. Um leið hefur verið alltof mikið um augljós dæmi þess að
ekki hefur verið eðlilegt samræmi á milli sláturhúsa í því hvernig þessi gæðaflokkur hefur
verið notaður. í mjög mörgum sláturhúsum hefur hann nánast ekki fundist, en í örfáum húsum
hefur nokkurt magn af kjöti flokkast í þennan flokk. Þó að vænleikamunur geti skýrt eitthvað