Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 224
216
RAÐUNRUTRFUNDUR 1998
Gæðaskýrsluhald í hrossaræktinni
Inn í nýja öld með Íslands-Feng
Kristinn Hugason
og
Jón Baldur Lorange
Bœndasamtökum íslands
INNGANGUR
Á síðari árum hefur hrossaræktin verið oftsinnis á dagskrá ráðunautafunda, sjá erindasöfn
1978, 1984, 1989, 1990, 1991, 1992, 1994 og 1997. Stundum hefur verið umaðræðaeitt eða
fleiri erindi en oftar en ekki heilu fundina.
Tvö megin umræðuefni hafa verið mest áberandi. Annars vegar kynbótadómar hrossa
og hins vegar skýrsluhaldsmál.
í sambandi við skýrsluhaldsmáhn vilja höfundar þessa erindis fýrst og fremst vitna til
erindis þeirra ffá 1992. Erindið hét „Skýrsluhald í hrossarækt", sjá erindasafn Ráðunauta-
fundar 1992, bls. 84-101. Gengið er út frá því að viðstaddir þekki nokkuð til skýrsluhaldsins í
hrossaræktinni.
Erindið frá 1992 var eins konar framtíðarsýn fyrir uppbyggingu skýrsluhaldsins í
hrossaræktinni á þeim tíma. Gagnasafn Bændasamtaka Islands um hrossarækt, Fengur, hefur
stækkað feiknarlega ffá upphafi skýrsluhaldsins og ffamgangur skýrsluhaldsins og tölvu-
kerfisins Fengs hefúr verið mikill. Nú er tímabært að staldra við og rétta af stefnuna og heíja
til vegs gæðaskýrsluhald í greininni.
Með gæðaskýrsluhaldi er átt við að staðlað vottunarkerfi verði tekið upp og upp-
lýsingar gagntékkaðar. í þessu felst t.d. að ekki verður hægt að skrá upplýsingar af einni
skýrslu nema að rökræn forsenda skráningarinnar komi fyrir á skýrslu sem er næst á undan í
ferliröðinni í skýrsluhaldinu. Verið er að byggja upp nýtt gagnavörslukerfi í hrossaræktinni til
að uppfylla kröfur nýja skýrsluhaldsins, auk krafna um bætt vinnuumhverfi. Hið nýja kerfi
sem byggt verður á grunni þess sem fýrir er verður í Windows- og margmiðlunarumhverfi, og
mun bera mikið nafn Íslands-Fengur. í síðari hluta erindisins verður gerð ítarleg grein fyrir
nýja tölvukerfmu.
TILKOMA OG MIKILVÆGI FENGS
Tilkoma Fengs árið 1991 markaði þáttaskil og er hann nú þungamiðja greinarinnar hvað
varðar söfnun, geymslu og miðlun upplýsinga. Nokkru áður var hrossaskráningarátaki hleypt
af stokkunum til að leggja grunninn að nýju skýrsluhaldi í hrossarækt.
Fengur er miðlægt gagnavörslukerfi og í Feng eru nú heildarupplýsingar um hross, þ.e.
grunnupplýsingar, kynbótadómar, kynbótamat og upplýsingar um útflutning (Utfengur). Með