Ráðunautafundur - 15.02.1998, Qupperneq 225
217
Einka-Feng og Veraldar-Feng og með Feng hér í Bændahöllinni er gríðarmiklum upp-
lýsingum miðlað í gegnum margskonar skýrslur og leitir, auk þess er Hrossarœktin I og II
(kynbótamatið og niðurstöður kynbótadóma) búin til prentunar beint úr Feng.
Stærð gagnasafns Fengs innihélt, 27. janúar 1998, 99.425 hross, 23.780 kynbótadóma,
66.198 fangfærslur og upplýsingar um 9.787 eigendur hrossa.
Með grunnskráningu er átt við skráningu á nafni og uppruna hrossa (bæjarnafn og -
númer), ætt þeirra, litarnúmeri og litarheiti, fyrsta eiganda (=ræktanda) og núverandi eiganda.
Til grunnskráningar heyrir einnig skráning á einstaklingsauðkenni, þ.e. frost- og örmerki.
Skráð er tegund merkis, merkið sjálft og hver framkvæmir merkinguna.
Upplýsingar úr grunnskráningunni eru hvarvetna notaðar í hinum ýmsu vinnsluferlum
skýrsluhaldsins ýmist einar sér eða í tengslum við aðrar upplýsingar. Grunnskráningarferlið
var fyrsti fasi skýrsluhaldsins og er í flestum tilvikum fyrsta skrefið við tilkomu nýrra þátttak-
enda. Undantekningin er þegar nýir þátttakendur kaupa áður skráð hross, en þá nægir að gera
eigendaskipti.
í dómaskrá er skráðir dómar á einkunnakvarðanum 5,0 tii 10,0 á 14 eiginleikum fyrir
fulldæmd hross (hross sem dæmd eru bæði fyrir sköpulag og kosti) en 7 fyrir þau sem
einungis eru dæmd fyrir sköpulag. Auk dómstalnanna sjálfra eru skráðar sérstakar staðlaðar
athugasemdir sem eru skýringar á hverjum dómi fyrir sig. í stöku tilfellum er skráð umsögn
um hross, eru það ýmist hross sem einungis eru dæmd fyrir sköpulag (oftast ungfolar) eða þá
umsagnir um afkvæmahross. Hingað til hafa umsagnir að vísu ekki verið skráðar í Feng en
þær verða skráðar í Íslands-Feng. Þá eru skráðar 11 mælingar (stangar-, band-, bog- og skfð-
mál) á stóðhestum en 6 á hryssum og geldingum (stangar- og bandmál), auk þess eru tekin
hófamál sem skráð eru, 2 hið minnsta en 4 hið mesta (lengd á hófum). Prúðleiki hrossa á fax
og tagl er metinn á kvarðanum 1 til.5 og þær upplýsingar skráðar í Feng. Loks er knapinn á
hrossinu skráður eða sýnandi þegar um er að ræða hross sem einungis er dæmt fyrir sköpulag.
Þá eru dómarar þeir sem dæma hverju sinni skráðir. Allar skráningar eru ffamkvæmdar á sem
einfaldastan hátt með notkun númera og lykla (fæðingarnúmer hrossa, kennitölur fólks, litar-
númer og lyklar fyrir athugasemdir, auk númera fyrir uppruna, sjá grunnskráningu og sérstök
númer eru á öllum sýningum).
Dómaskráningin er afar mikilvæg og til marks um fjölgun skráðra dóma frá upphafi þá
kemur ffam í Hrossaræktinni 1986, þegar kynbótamat BÍ var birt í fyrsta sinn, að þá lágu
rúmlega 6.000 dómar til grundvallar útreikningunum. í dag eru skráðir tæplega 24.000 dómar
í Feng. Bæði er um að ræða dóma sem upp hafa verið kveðnir á árunum 1987 til 1997
(14.972 dómar) en einnig 3000 til 4000 eldri dómar sem skráðir hafa verið til viðbótar í
gagnasafnið.
í gegnum dómaskráninguna og með samþættingu við grunnskráninguna eru nú unnar
sýningarskrár fyrir mót (áður en dómar hefjast), dómaskrár og dómaskrár auknar (með heild-
arupplýsingum um hrossin) að loknum sýningum eða hvenær sem er á meðan á sýningu
stendur. Um leið og skráningu er lokið á dómi hvers hross fyrir sig er prentað út sérstakt
dómsvottorð með dómsniðurstöðum ásamt skýringum (athugasemdir, umsögn). Þau vottorð