Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 226
218
fá eigendur eða umráðamenn sýningarhrossanna í hendur fáeinum mínútum eftir að dómi á
hverju hrossi fyrir sig er lokið. Dómsvottorð ásamt grunnskráningarupplýsingum má síðan
prenta út hvenær sem þess er óskað. Upplýsingar úr grunnskráningu og dómaskrá eru undir-
stöðugögn varðandi útreikning kynbótamats BÍ og þeim niðurstöðum með hinum er síðan
miðlað í gegnum útprent, Einka-Feng og Hrossarœktina 1 og II hluta.
Fangfærslur er skráning á upplýsingum sem berast til Bændasamtakanna í útfylltum
fang- og folaldaskýrslum en þær skýrslur eru sendar út hálfútfylltar til þátttakenda í skýrslu-
haldinu. Á hálfútfylltri fang- og folaldaskýrslu koma eftirfarandi upplýsingar ffam: Fæðingar-
númer, nafn, uppruni og litarnúmer hryssnanna. Skýrsluhaldarinn fyllir skýrsluna síðan út
með eftirfarandi upplýsingum: Fang hryssunnar og afdrif hennar (hvoru tveggja lykiar),
númer, nafn og uppruni stóðhestsins sé hryssunni haldið, hann býr síðan til fæðingarnúmer á
folaldið með því að skrá fæðingarár þess, kynferði (1; hestur og 2; hryssa), númer upp-
runahéraðs og það númer úr fastnúmeraröð sinni sem hann hyggst nota hverju sinni. Nafn
folaldsins skal skráð svo ffemi að það hafi verið nefnt, litarnúmer þess og afdrif (lykill), loks
skal kennitala eiganda folaldsins skráð. Einkum er mikilvægt að hún sé skráð ef eigandi
folaldsins er annar en eigandi hryssunnar. Athugasemdir, t.d. tvífyl, hryssunni haldið að nýju
því hún kom geld frá hesti o.fl., skal skrá í sérstakan reit neðst á blaðinu. Útfylltar fang- og
folaldaskýrslur skulu yfirfarnar og undirritaðar af viðkomandi héraðsráðunaut.
Fang- og folaldaskýrslur er annar fasi skýrsluhaldsins og sá mikilvægasti varðandi ný-
skráningar í gagnabankann (nýjar grunnskráningar) frá þátttakendum í skýrsluhaldinu.
Eigendaskráning hrossa er mikilvægur og ómissandi þáttur í skýrsluhaldinu einkum er
þetta mikilvægt hvað varðar einstaklingsmerkt hross; örmerkt og ffostmerkt. Tilkynna ber
eigandaskipti til BÍ með útfyllingu þar til gerðs eyðublaðs sem bæði kaupandi og seljandi við-
komandi hrossa skulu undirrita. Því miður er iðulega misbrestur hér á sem veldur margskonar
óþægindum, einkum þó varðandi útflutning hrossa. Bændasamtökunum er ekki stætt á að gefa
út vottorð þar sem tilgreint er að seljandi hross sé annar en sá sem skráður er eigandi í Feng.
Einstaklingsmerking: Örmerking og ffostmerking er nú skráð í Feng, sjá síðar.
Einstaklingsauðkenning er undirstöðuatriði í gæðaskýrsluhaldinu.
FERLIÐ í SKÝRSLUHALDINU
Núverandi ferli
1. skref: Grunnskráning ræktunarhrossa, eyðublöð: Grunnskráning.
2. skref: Útfylling og skráning fang- og folaldaskýrslna, eyðublöð: Fang- og folaldaskýrsla,
ómskoðun.
3. skref: Viðhald upplýsinga, eyðublöð: Tilkynning um eigendaskipti auk þess leiðréttingar
gerðar í búsbók (hluti af útsendum skýrsluhaldsgögnum).
4. skref: Þátttaka í kynbótadómum, eyðublöð: Einstaklingsdómur (tvennskonar blöð).
5. skref: Einstaklingsauðkenning á hrossi, eyðublöð: Frostmerkingarvottorð, örmerkingarbók.