Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 227
219
Sértœktferli vegna útflutnings
1. skref: Skráning útflutningshrossa, eyðublöð: Uppiýsingablað v. útfl. hrossa. Upplýsingar
eru síðan fengnar úr Feng eða hrossið grunnskráð og gefið út upprunavottorð vegna út-
flutnings og fyljunarvottorð þegar hryssur eru fluttar fylfullar úr landi.
Nýttferli - Gœðaskýrsluhald
1. skref: Færð stóðhestaskýrsla. Stóðhestaskýrslan er nýjung og verður eyðublaðinu fyrir óm-
skoðun breytt yfir í hina nýju skýrslu. Á skýrsiunni mun koma fram fæðingarnúmer, nafn og
uppruni stóðhestsins sem í hlut á, staðurinn þar sem hann er notaður og tímabil notkunar og
auk þess kennitala og nafn umsjónarmanns hestsins. Þá skulu listaðar upp allar hryssur sem
eru hjá hestinum umrætt tímabil með eftirfarandi upplýsingum: Fæðingarnúmer, nafn og upp-
runi hryssnanna, sérstakur reitur er fyrir athugasemdir um hverja hryssu fyrir sig, þar getur
t.d. komið fram dagsetning sæðingar sé hryssan sædd, að síðustu mun koma dálkur til að skrá
niðurstöðu ómskoðunarinnar. Neðst á blaðinu kemur fram dagsetningin þegar ómskoðun var
framkvæmd og nafn og kennitala dýralæknisins sem það gerði. Skýrslan skal loks undirrituð
af umsjónarmanni stóðhestsins og dýralækninum sem framkvæmdi ómskoðun hafi hún verið
gerð. Stóðhestaskýrslu skal skila til Bændasamtaka íslands fyrir 31. desember notkunarár
hvers stóðhests fyrir sig.
2. skef: Útfylling og skráning fang- og folaldaskýrslna, eyðublöð: Sjá hér fyrr nema hvað óm-
skoðunarblað er ekki lengur fyrir hendi. Skráning á fang- og folaldaskýrslu gengur ekki
snurðulaust fyrir sig, sjá síðar, nema hryssan komi fyrir á stóðhestaskýrslu árið áður.
3. skref: Einstaklingsauðkenning á hrossi þegar á folaldsaidri. Eyðublöð: Örmerkingarbók,
ff o st merking arvo ttorð.
4. skref: Staðfesting ætternis með blóðflokkun eða DNA-greiningu. Skylda hvað stóðhesta
varðar, æskilegt hvað önnur hross varðar og skilyrði til skráningar á ætterni ef ákvæðum
gæðaskýrsluhalds, sbr. 1. til 3. lið hér á undan, hefur ekki verið fylgt, t.d. ekki færð stóðhesta-
skýrsla eða grunnskráningar komnar fram á nýjum hrossum, sjá 1. lið í núverandi ferli.
5. skref: Viðhald upplýsinga, eyðublöð: Tilkynning um eigendaskipti og leiðréttingar gerðar í
búsbók, sbr. 3. skref í núverandi ferli. Ný skýrsla verður auk þess hönnuð sem er afdrifa-
skýrsla sem send verður út til þátttakenda í skýrsluhaldinu hálfútfyllt. Á afdrifaskýrslu kemur
fram listun yfir öll lifandi hross sem eru á skýrslu hjá hverjum þátttakanda í skýrsluhaldinu
fyrir sig. Fram kemur: Fæðingarnúmer, nafn og uppruni hvers hross fyrir sig. Skýrsluhald-
arinn fyllir síðan út eftirfarandi (ef það á við): Hross selt og þá hverjum (kennitala), hrossi
fargað, hross drepst og hestur hafi verið geltur. Að síðustu verður athugasemdareitur og þar
getur skýrsluhaldarinn fært inn leiðréttingu á lit, litarnúmeri eða ætterni.
6. skref: Þátttaka í kynbótadómum, óbreytt, sjá 4. skref í núverandi ferli.
Sértœkt ferli vegna útflutnings eftir tilkomu gceðaskýrsluhalds
Upprunavottorð Bændasamtaka íslands fyrir útflutt hross verði að fullu unnin úr gagnabanka