Ráðunautafundur - 15.02.1998, Blaðsíða 229
221
eiga ferilstöflurnar að vera grunnurinn að speglun gagnasafnsins, sem útfærð verður í 2. út-
gáfú íslandsfengs.
í 2. útgáfu verður bætt við einkaskráningu notenda með einkasafni, fjarútgáfu fyrir ytri
skráningaraðila (búnaðarsambönd, íslandshestafélög o.fl.) og tengingu í gegnum Internetið.
Speglun verður notuð til að samhæfa dreifð gagnasöfn, sbr. hér á undan.
Aðgangi að Feng verður stýrt með sérstakri notendaskrá sem umsjónarmaður heldur
utan um. Þar kemur fram auðkenni notanda, sem notað er t.d. í ferilsskráningu færslna. Einnig
þarf að takmarka rétt notenda til breytinga á gögnum svo sem upplýsinga um ætterni og
skráningar t.d. á kynbótadómum.
Helstu hugtök og skilgreiningar
Fceðingamúmer. Fæðingarnúmer er lykilnúmer í kerfinu. Það er einkvæmur lykill fyrir hvert
hross í gagnasafninu.
Fæðingarnúmer er uppbyggt með 2 bókstöfum og 10 tölum: Tveir fyrstu bókstafir
standa fyrir land (t.d. IS=ísland, CH=Sviss, sbr. FEIF listi yfir landstákn), fjórir næstu fyrir
fullt ártal, næstu stafir fyrir kyn (l=hest, 2=hryssa), næstu tveir fyrir svæði innan lands og þrír
öftustu er raðnúmer eða fastanúmer hrossaræktenda.
Helstu breytingar frá fyrra fæðingarnúmerakerfi er viðbót fyrir landstákn og öldina í ár-
talinu. Einnig víkkar út skilgreiningin fyrir svæði þar sem það númer er háð landstákn hverju
sinni.
Villuprófun á innslegnu fæðingarnúmeri er mikilvæg.
• Kanna þarf hvort svæði sé til í svæðistöflu (ath. svæðistafla breytist frá eldri útgáfu
þar sem bæta þarf við nýju sviði fyrir land).
• Kanna þarf hvort kyn er 1 eða 2.
• Kanna þarf hvort ártal sé minna eða jafnt og núverandi ár.
• Bókstafir fyrir land verða að vera til í landatöflu.
• Samræmi þarf að vera milli fastanúmer, svæðis og upprunastaðar hrossins2.
Fengsnúmer. Fengsnúmer eru tilbúin fæðingarnúmer, sem íslandsfengur gefúr hrossum ef
fæðingarár hrossins, sem verið er að grunnskrá, er óþekkt. Raðnúmer, sem eru 3 öftustu tölur
fæðingarnúmers, er gefið innan hvers svæðis. Fengsnúmer byrja á tveimur bókstöfum í stað
fæðingarárs. Fyrstu bókstafir voru AA og nú er í gildi forskeytið AB. Raðnúmer ná frá 000
upp að 999. Þegar raðnúmer hafa náð hámarki í einhverju svæði þarf að breyta um forskeyti
Fengsnúmersins og gildir þar reglan AA, AB, AC, AD.....AZ, BA o.s.frv. Dæmi um Fengs-
númer er IS19AC135007, þ.e. hestur fæddur á íslandi, á 20. öld og frá upprunasvæði 35.
íslandsfengur, aðal- og einkaútgáfa (bætt við í 2. útgáfú), þurfa að hafa sérstaka aðgerð
sem gefur Fengsnúmer þegar verið er að grunnskrá hross í grunnskráningu.
Örmerki. Þýðing örmerkingar á hrossum á effir að aukast verulega á næstu árum. í fram-
2
Þ.e.a.s. hrossaræktendum eru úthlutuð ákveðið fastanúmeraröð innan hvers svæðis. Þá á upprunasvæði
hrossins að koma fram í fæðingarnúmeri og þarf það að stemma við upprunastað.