Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 230
222
tíðinni verða hross örmerkt um leið og þau fá útgefrn fæðingarvottorð (upprunavottorð) með
staðfestri ætt. Þetta örmerki, ásamt fæðingarnúmeri, skal síðan fylgja hiossi aila tíð. Sérstök
eyðublöð fyrir skráningu örmerkja eru komin í notkun og gera verður ráð fyrir rafrænni
skráningu á örmerkinu sjálfu. Örmerki leysa frostmerki af hólmi sem aðalaðferð við
einstaklingsmerkingu hross. Örmerking er m.a. gerð til að tryggja eignarhald á hrossum.
Frostmerki. Frostmerking er ffamkvæmd samkvæmt tveimur kerfum. Annars vegar táknkerfi
1, Kryo Kineticks, og hins vegar táknkerfi 2 þar sem notaðir eru bókstafir og tölustafir í
merki. í báðum tilfellum er hrossið frostmerkt með fæðingarnúmeri.
Afkvæmalisti. Þessi listi hefur að geyma eftirtaldar upplýsingar um öll afkvæmi tiltekins
hross:
1. Fæðingarnúmer, nafn, uppruni, litarnúmer og litur, fnr. hins foreldrisins.
2. Val á að vera um að fá afkvæmalista með hæsta dómi afkvæma og hæsta dómi hins
foreldrisins, ef afkvæmi hefur hlotið kynbótadóm.
Undaneidishryssa. Hryssa sem notuð er til undaneldis, er tveggja vetra eða eldri og er lifandi.
Undaneldishryssur koma meðal annars fram á hálfútfylltum fangskýrslum og skulu færðar af
umsjónarmönnum stóðhesta á stóðhestaskýrslur.
Uppruni. Uppruni fær mun meira mikilvægi í íslandsfeng heldur en verið hefur. Uppruni fær
6 stafa sérstakt lykilnúmer sem kemur í stað núverandi bæjarnúmers. Uppruni á að segja til
um hjá hvaða ræktanda hrossið er fætt. Meginreglan er að uppruni hrossins er sami og sá upp-
runi sem upphaflegur eigandi er skráður fyrir. Uppruni á að vera nokkurs konar ræktunarheiti.
Upplýsingar um alia upprunastaði eru geymdar í sérstakri gagnatöflu.
Skrúning á upplýsingum
íslandsfengur skal ráða við allar þær skráningar sem hafa tíðkast í Fengs-kerfinu hingað til og
gott betur. Skráningar þurfa að vera villuprófaðar bæði við innslátt í svið og við skráningu á
innslegnum gögnum sem eru í samtalsglugga. Gagnasafn Fengs er dýrmætt. Með réttum upp-
lýsingum og ítarlegri villuprófun er hægt að varðveita það og bæta.
Upplýsingar skulu geymast í tveimur gagnasöfnum í 2. útgáfu, einkaútgáfu, íslands-
fengs. Annars vegar í aðalgagnasafni og hins vegar einkasafni hvers notanda. í forritinu
verður að vera unnt að velja á milli þessara safna og á skjánum þarf að koma fram með
greinilegum hætti hvaða gagnasafn er virkt. Notandi á að geta flutt færslu úr aðalgagnasafni
yfir í einkasafn.
Grunnskráning. Grunnskráning er skráning á upplýsingum samkvæmt grunnskráningareyðu-
blaði.
Eftirfarandi grunnupplýsingar eru skráðar í grunnskráningu: nafn, uppruni, litarnúmer,
fæðingarnúmer foreldra, kennitala ræktanda (upphaflegur) og núverandi eiganda(endur). Dag-
setningu grunnskráningar þarf að skrá í sérstaka ferilsskrá. (Færslu stofnuð - dags - notandi.)
Breytingar á grunnskráningu skal einnig skrá í ferilsskrá. (Færslu breytt - dags - notandi).