Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 231
223
Villuprófa þarf eftirtalin innsláttarsvið: fæðingarnúmer, litarnúmer og aldursmun for-
eldra3 og hrossins sem verið er að skrá.
í grunnskráningarmynd á að vera hægt að skrá inn upphaflegan (ræktanda) og núver-
andi eiganda hrossins. Eigendur geta verið fleiri en einn. Upplýsingum um eigendur á ekki að
vera hægt að breyta nema í sérstakri eigendaskiptaskráningu (sjá síðar).
Meginreglan á að vera að samræmi sé á milli svæðis, fastanúmers, uppruna og fyrsta
eiganda (ræktanda). Ef um misræmi er að ræða þarf að koma fram skilaboð til notanda sem
gerir grein fyrir misræminu. Með upptöku upprunanúmers á þessi möguleiki að vera fyrir
hendi.
Óleyfilegt á að vera að breyta uppruna á hrossi ef hrossið hefur verið sýnt.
Skráning áforeldrum. Við skráningu eða breytingu á foreldrum hrossa þarf að athuga margs
konar atriði. Athuga hvort móðir eigi til annað afkvæmi fætt sama ár og leyfa slíka skráningu
aðeins ef um tvífyl er að ræða.
1. Kanna hvort til sé fangfærsla á hryssu það ár sem folald er fætt, sem verið er að
skrá. Ef svo er þarf að tilkynna að skráning er ekki leyfð.
2. Athuga hvort foreldrar séu á lífi árið sem hrossið kemur undir4.
3. Villuprófun sem fælist í að kanna hvort til sé hross með sama nafni, uppruna, fætt
sama ár eða ári fyrr eða síðar og skráð með sama föður. Tilgangurinn er að koma í
veg fyrir samnúmeringu.
4. Ef hross hefur verið blóðflokkað eða DNA greint og ætterni hefur verið staðfest á
ekki að vera hægt að breyta upplýsingum um foreldra.
5. Bera saman færslu í stóðhestaskýrslu og hrossafærslu, sem verið er að vinna með.
Ef til er stóðhestaskýrsla fyrir stóðhest (faðir) fyrir fæðingarár folaldsins og ef sam-
kvæmt henni hryssu hefur ekki verið haldið undir stóðhestinn á ekki að leyfa
foreldraskráningu.
6. Grundvallarregla við skráningu ætternis er sú að ætterni sé óbreytanlegt ef til staðar
eru eftirtaldar skráningar: (A) Móðir komi ffam á stóðhestaskýrslu, hrossið sé skráð
í gegnum útfyllta fangskýrslu og örmerkt sem folald. (B) Ætt er staðfest með blóð-
flokkun eða DNA greiningu.
Fangskráning. Fangskráning er helsta skráningarferlið í kerfinu þegar í hlut eiga virkir
skýrsluhaldarar. Hér eru skráðar útfylltar fangskýrslur sem eru skýrslur sem skýrsluhaldarar
hafa útfyllt á hálfútfylltar fangskýrslur, sem skýrsluhaldarar fá sendar á hverju ári. Skráðar
eru inn uppiýsingar um fang undaneldishryssna ár hvert. Skrá skal hvert skipti sem hryssu er
haldið undir nýjan stóðhest.
Ef hryssur fengu með stóðhesti þarf að skrá stóðhest ásamt folaldi. Skrá þarf því bæði
fangfærslu og nýja færslu í töflunni HROSS þar sem folaldið er grunnskráð. Skoða þarf lykil
fyrir afdrif folalds til að samræma það við dánardagsetningu í töflunni HROSS. Athuga þarf
hins vegar fyrst hvort hross með þessu fæðingarnúmeri sé til fyrir í gagnasafninu áður en
Árabil hrossins og foreldra skal aldrei vera minna en 2 ár (2ja vetra munur).
Þetta kallar hins vegar á viðbótarsvið í töflunni HROSS, sem er dánardagsetning. Leyfa á að skrá ártal
eingöngu og er þá fyllt út með 0 í dag og mánuð. Meðgöngutími hrossa er um 11 mánuðir og þarf að hafa
það í huga við þessa athugun. Jafnframt þarf að taka tillit til sæðinga og fósturvísaflutnings.
3
4