Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 232
224
fangfærsla er samþykkt. Þessi aðgerð við skráningu þarf ætíð að viðhafa enda er fæðingar-
númerið lykilnúmerið íöllu gagnasafninu.
Eigendaskipti á hrossi. Eigendaskipti á hrossum skuiu tilkynnt til BÍ á sérstökum eigenda-
skiptaeyðublöðum þar sem skilyrði er undirskrift seljanda og kaupanda. í íslandsfeng verður
færð afdrifaskýrsla, þar sem m.a. listi yfir seld hross og kaupendur þeirra kemur fram. Þar er
ekki krafa um að kaupendur skrifi undir enda er seljandi að afsala sér hrossinu. Eigandi að
hrossi getur verið einn eða fleiri.
Eigendaskiptaskráning felst í því að nýr eigandi eða eigendur eru skráðir í töfluna
NUV_EIG, ásamt dagsetningu eigendaskipta og eignahlutföllum hvers eiganda. Samhliða eru
þeir eigendur sem skráðir voru núverandi eigendur skráðir í töfluna ADR_EIG, sem geymir
eigandasögu hrossins. Dagsetningar eru skráðar sem segja til um hvenær viðkomandi eigandi
var eigandi hrossins (frá-til). í undantekningartiifellum þarf að vera unnt að afskrá eiganda af
hrossi ef hann hefur selt það án þess nýr eigandi er gefinn upp (ófullkomin skráning).
Upphaflegur eigandi (ræktandi) er skráður við grunnskráningu á hrossi eða við skrán-
ingu á örmerki. Reglan á að vera að ekki á að vera unnt að breyta upphaflegum eiganda að
hrossi.
Eigandaskráning. Sérstök eigandatafla er hluti gagnasafn Fengs (EIGENDUR). Lykill er
kennitala fyrir íslenska eigendur, en fmna þarf lykil fyrir erlenda eigendur sem á eftir að
fjölga í gagnasafninu með alþjóðlegu útgáfúnni.
Skráning á eigendum þarf að geta farið fram óbeint í gegnum grunn-, fangskráningu og
skráningu á örmerki (ffostmerki). Þegar eigandi er skráður skal skrá, auk heimilisfangs, fasta-
númeraröð hans og svæði.
Örmerkjaskráning. Skráning á örmerki verður þýðingarmikil þáttur í skráningarkerfi Fengs.
Örmerking hrossa verður almenn aðferð við merkingu kynbótahrossa. Eyðublöð fyrir ör-
merkingu skulu skráð hér í sérstaka töflu ORMERKI. A eyðublöðunum eru límd strikamerki
fyrir örmerkið, sem lesið er inn í Feng með þar til gerðum strikamerkislesara.
Frostmerkjaskráning. Skráning á ffostmerki heldur áffam í íslandsfeng með sama hætti og í
núverandi Feng. Meginreglan er sú að hross sé annað hvort örmerkt eða frostmerkt, en í stöku
tilfelli getur hross verið með hvoru tveggja en þá er örmerking rétthærri.
Skráning á blóðflokkun eða DNA greiningu. Tilgangur með blóðflokkun eða DNA greiningu
er að sannreyna ætterni. Stóðhesta sem á að færa til kynbótadóms verður að blóðflokka áður
til þess að unnt sé að skrá það í mót. Gögn sem geyma þarf um blóðflokkun eru geymd í
töflunni SONNUN. Lífeðlisfræðilegar upplýsingar um blóðflokkunina eru geymdar hjá yfir-
dýralækni. Niðurstaða blóðflokkunar kallar á mismunandi viðbrögð, sbr. hér að neðan.
• Ef hross er óblóðflokkað skal ekki leyfa skráningu kynbótadóms.
• Ef hross er blóðflokkað en niðurstaða ókomin skal leyfa skráningu kynbótadóms.
• Ef hross hefur verið blóðflokkað og ætterni er staðfest skal festa niður ætterni
hrossins, þ.e. foreldra þess. Þetta þýðir að foreldrum þessa hross má ekki breyta hér