Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 233
225
eftir (sjá einnig Grunnskráning). Þá þarf að skrá á fæðingarnúmer foreldra í blóð-
flokkaskránni til þess að eiga sögulega skráningu um hverjir voru foreldrar þegar
ætterni var staðfest eða hrakið með blóðflokkun. í allri skráningu (grunnskráningu)
þarf alltaf að tékka á þessu flaggi til að athuga hvort leyfa eigi skráningu/breyt-
ingu/eyðingu á foreldrum hrossins. Einnig þarf að koma fram í ýmsum skýrslum
hvort ætterni sé staðfest með blóðflokkun eður ei.
• Ef hross hefur verið blóðflokkað og ætterni var hrakið er ætterni í „uppnámi“! Þetta
kallar á rafræn skilaboð (eða skráningu í villuskrá) til hrossaræktarráðunautar og
umsjónarmanns skýrsluhaldsins, sem tilkynnir að ætterni þessa hross þurfi að
skoða. Jafnffamt verður að breyta foreldraskráningunni með einhvers konar athuga-
semd. (Athugasemd og umsögn um hross er sérstakur kafli. Þetta atriði yrði að vera
hluti hans þar sem tegund athugasemdar yrði þá: Ættenii hrakið með blóðflokkun
og með tilvísun í færslu í blóðflokkunarskrá).
Skráning á kynbótadómum. Skráning á dómum er vandmeðfarin skráning. Vinnuferlið er
þannig:
1. Fyrst þarf notandi að fara yfir allar grunnskráningar á þeim hrossum sem skráð eru í
mótið.
2. Mótið er stofnað í töflunni SYNINGAR.
3. Hross eru skráð í mótið (taflan ISLDOMAR). Um leið og hross er skráð í mót þarf
íslandsfengur að finna út í hvaða flokk hrossið raðast í samræmi við aldur og kyn.
4. Sýningarskrá er keyrð út (sjá Skýrslur —> Sýningarskrá).
5. Kynbótadómur er skráður fyrir hrossið, ásamt mælingum5 og umsögnum. Athuga-
semdir er unnt að gera við hvern eiginleika, sbr. eyðublað fyrir kynbótadóm. Villu-
prófa þarf einkunnir (frá 5.0-10.0). Um getur verið að ræða sköpulagsdóm6 ein-
göngu eða fúllnaðardóm7. Skilyrt er að stóðhestar hafi verið blóðflokkaðir til að
skráning á kynbótadómi geti farið ffam (sjá Skráning á blóðflokkun).
6. Til þess að hægt sé að skrá hross í mót þarf hross að vera lifandi!
Skráning á sýningum. Upplýsingar sem geyma þarf um sýningar eru: númer móts (ÁÁÁÁ-
númer innan ársins), heiti sýningar, númer svæðis (sbr. SVTAFLA) sem sýningin fer fram
innan, tímabil sem sýning stendur yfir (dags. til-frá), upplýsingar um dómara (kennitölur) og
upplýsingar um aðra starfsmenn svo sem sýningarstjóra og mælingarmenn.
Afkvœmasýningar. Afkvæmasýningar af hrossum hafa tíðkast lengi þar sem afburða undan-
eldishryssur eða stóðhestar eru sýndir með afkvæmum sínum. Þátttökuskilyrði eru ákveðin
mörk í kynbótamati og fjöldi dæmdra afkvæma. Dómarar semja umsagnir um afkvæmahóp
hrossanna. Hross fá ekki eiginlega kynbótadóma en eru flokkuð í verðlaunastig, þ.e. heiðurs-
verðlaun, 1. eða 2. verðlaun. Röð afkvæmahrossa á afkvæmasýningu ræðst af kynbótamati.
Nauðsynlegt er að skrá inn þessar afkvæmasýningar og verður það hluti af nýju skýrsluhaldi í
hrossarækt. Umsögnin sem geymd er í henni verður hluti af umsögn um hrossið. Sjá næsta
undirkafla.
Skráning á athugasemdum (umsögnum) um hross. Umsagnir og athugasemdir um hross hafa
Fjöldi mælinga sem skráðar eru er háður kyni hrossins.
6 Um er að ræða sköpulagsdóm þegar aðeins sköpulag er dæmt með mælingum og umsögn (S1-S7).
7 Hross fær fullnaðardóm ef bæði skö-pulag og hæfileikar eru dæmdir með mælingum og umsögn.