Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 234
226
hingað til ekki verið geymdar í Feng. í nýja skýrsluhaldinu verður sá þáttur mikilvægur hluti
þess. Umsagnirnar verða hins vegar geymdar í nokkrum gagnatöflum. Athugasemdir eiga að
vera tvennskonar. Annars vegar almennar athugasemdir opnar öllum og hins vegar athuga-
semdir skýrsluhaldsins, sem skulu vera læstar almennum notendum.
í fyrsta lagi verður haldið utan um almennar umsagnir og staðlaðar athugasemdir.
Færsla skal gerð fyrir hverja athugasemd sem inniheldur tegund athugasemdar, dagsetningu
skráningar, hver skráði og stuttan texta. Þessar stöðluðu athugasemdir eru:
• Tilkynnt um stuld á hrossi.
• Ætterni véfengt.
• Skráning ófullnægjandi um hross.
• Samnúmerað hross.
• Ætterni hrakið með rannsókn.
• O.fl.
í þriðja lagi eru geymdar umsagnir í sérstakri gagnatöflu þar sem dómarar skrá athuga-
semd um hvern eiginleika kynbótadóms, ásamt almennum athugasemdum um hrossið sem
hrossið hlaut við dóm. Allar skrifaðar umsagnir á að vera hægt að skrá á fimm tungumálum,
þ.e. íslensku, dönsku, ensku, þýsku og einu öðru tungumáli til vara.
Stóðhestur geltur. í gagnasafni íslandsfengs eru geymdar upplýsingar um alla geldinga, þ.e.
hesta sem hafa verið geltir. Upplýsingar unnar úr afdrifaskýrslu eða öðrum viðurkenndum
skýrslum. Þeir sem hafa aðgang að þeirri skráningu eru hrossaræktarráðunautur og umsjónar-
maður skýrsluhaldsins (hæsti flokkur).
Stóðhestaskýrsla. Skýrsla sem eigandi eða umsjónarmaður stóðhests fyllir út. Listi er gerður
yfir allar hryssur sem haldið er undir stóðhest. Sjá hér að framan. Ef hryssur eru ómskoðaðar
kemur fram útkoma hennar (jákvæð/neikvæð). Stóðhestaskýrsla er notuð til að staðfesta ætt-
erni folalds. (Sjá Skráning á foreldrum).
Afdrifaskýrsla. Skýrsla sem hrossaræktandi fyllir út eftir hálfútfylltri skýrslu sem honum
berst frá BÍ. Skýrslan greinir frá afdrifum hrossa í eigu hrossaræktandans ásamt ýmsum at-
hugasemdum. Sjá nánar hér að framan.
Skýrslur
Skýrslur sýna upplýsingar úr gagnasafninu samandregnar eftir margvíslegum sjónarhornum
og skilyrðum. Skýrslur verður unnt að vista sem skjöl til að taka inn í ritvinnslu. Einnig
verður hægt að skoða skýrslur á skjánum áður en þær eru prentaðar út.
Skýrslur sem merktar eru með A í sviga eiga einungis að vera í aðalútgáfu.
Heildarskýrsla um hross. Þessi skýrsla hefur að geyma flestar mikilvægustu upplýsingar um
tiltekið hross í gagnasafninu. Þessar upplýsingar eru:
1. Grunnupplýsingar um hrossið svo sem nafn, uppruni, fæðingarnúmer, ættbókar-
númer (ef til staðar) og litaupplýsingar.
2. Ætternisupplýsingar í x marga liði (val notanda).