Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 235
227
3. Upplýsingar um alla kynbótadóma hrossins eða aðeins hæsta kynbótadóm.
4. Upplýsingar um kynbótamat.
5. Afkvæmalisti hrossins (með eða án hæsta dómi afkvæma). Sjá Afkvæmalisti.
Búskýrsla. Búskýrsla er skýrsla með heildarupplýsingum um lifandi hross í eigu hvers rækt-
anda. Val á að vera um að velja búskýrslu fyrir ræktanda, fastnúmerabil innan svæðis eða
fyrir heilt svæði. Síðasti möguleikinn á þó aðeins við aðalútgáfu Fengs í Bændahöllinni.
Upplýsingar sem búskýrsla inniheldur:
1. Upplýsingar um ræktanda svo sem fastanúmer, heimili, svæði, kennitölu.
2. Upplýsingar um hvert lifandi hross ræktanda. Þessar upplýsingar eru um: ætterni,
hæsta dóm, listi yfír öll mót þar sem hrossið hefúr hlotið dóm, afkvæmi ásamt kyn-
bótamati aðaleinkunnar (ef um hryssu er að ræða) og kynbótamat hrossins.
Fæðingarvottorð. Vottorð sem gefið verður út fyrir hross sem hefur verið örmerkt eða frost-
merkt, fangfærsla finnst skráð á hrossið sem folald (folaldaskýrsluhald) og færsla finnist á
stóðhestaskýrslu um að foreldrar hafi verið paraðir saman. Fæðingarvottorð er einnig unnt að
fá ef ætt hefur verið staðfest með sönnun (blóðflokkun eða DNA). Með þessu er verið að
tryggja áreiðanleika upplýsinga með gæðaskýrsluhaldi.
Á fæðingarvottorði koma fram grunnupplýsingar um hrossið, þ.e.a.s. fæðingarnúmer,
nafn, uppruni, foreldrar, örmerki, litarupplýsingar og upphaflegur eigandi (ræktandi). Einnig
þarf að koma ffarn hvort folald komi fram á skráðri fangskýrslu. Upplýsingar um blóðflokkun
eða DNA rannsókn komi fram ásamt almennri umsögn um hrossið, þar sem tilgreind eru sér-
kenni hrossins, ef þau eru fyrir hendi.
Fæðingarvottorð þarf að prentast út á þar til gert eyðublað. Geyma þarf upplýsingar um
öll útprentuð fæðingarvottorð í sérstakri gagnatöflu. Þar skal koma ffarn hvenær vottorð var
prentað og helstu upplýsingar sem komu fram á vottorðinu, ásamt nafni þess sem bað um
vottorðið. Fæðingarvottorð verði til allra skýrsluhaldara einu sinni fyrir hvert hross þeirra.
Einnig á að vera unnt að prenta út fæðingarvottorð síðar fýrir hross samkvæmt gjaldskrá.
Dómsvottorð. í kerfinu verður unnt að prenta út tvennskonar dómsvottorð.
1. Fullnaðardómsvottorð verður gefið út frá Bændasamtökunum fyrir þá sem þess
óska. Á fullnaðardómsvottorði skulu koma fram allir dómar hrossins ásamt kyn-
bótamati. Dómsvottorð prentast út á þar til gerð eyðublöð. Haldið skal utan um öll
útprentuð dómsvottorð í gagnatöflu.
2. Dómsvottorð fyrir hvern dóm á sýningu. Þessi vottorð eru gefin út á sýningarstað og
á að vera hægt að prenta þau út um leið og dómur hefur verið skráður inn í íslands-
feng. Þetta vottorð er upplýsingablað fyrir eiganda eða umsjónarmann kynbóta-
hrossins sem verið var að dæma. Á vottorði koma fram grunnupplýsingar um
hrossið og fullnaðarupplýsingar um kynbótadóminn.
Sýningarskrá. Þessi skýrsla tekur saman öll hross sem skráð eru í tiltekið mót.
Sýningarskrá er raðað upp eftir flokkum og síðan í stafrófsröð innan flokks. Fram á að
koma fjöldi hrossa í hverjum flokki á titilsíðu. Titilsíða geymir upplýsingar að auki um mótið
og tilgreinir starfsmenn sýningarinnar.