Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 236
228
Ef hross hefur hlotið dóm áður á að vera hægt að velja um að ártal síðasta kynbótadóms
komi fram.
Dómaskrá. Þessi skýrsla tekur saman öll hross sem skráð eru í tiltekið mót og búið er að skrá
á kynbótadóm eða mælingu.
Hrossum er raðað efitir flokkum og síðan eftir aðaleinkunn innan hvers flokks. Titilsíða
geymir sömu upplýsingar og í sýningarskrá, en að auki á að vera að hægt að taka meðaltöl
fyrir einkunnir á sérstakri síðu með niðurstöðum.
Val á að vera um:
• að fá aðeins ffam útreiknaða dóma með fæðingarnúmeri, nafni og uppruna hrossins,
• að fá ffam ítarlegar upplýsingar um ætterni hrossins ásamt dómnum, sbr. Hrossa-
ræktarritið II.
Yfirlitsskýrsla/Hálfútfyllt afdrifaskýrsla. Þessi skýrsla dregur saman öll hross lifandi og dauð
sem skráð eru á tiltekinn hrossaræktanda. Ein lína á að vera um hvert hross með helstu grunn-
upplýsingum hrossins. Eins og í búskýrslu á að vera hægt að velja um umfang yffrlitsskýrslu-
gerðarinnar, þ.e. eftir ræktanda, fastnúmeraröð eða svæði. Ef valið er að fá ffam yfirlits-
skýrslur fyrir heilt svæði þarf að fylgja hliðarvinnsla sem býður upp á límmiðaútprentun
annars vegar á öllum skýrsluhöldurum á svæðinu og hins vegar aðeins á þeim sem eru for-
svarsmenn fastanúmeraraðar. Sjá ennffemur Afdrifaskýrsla.
Hrossarœktarrit I. Sjá Hrossaræktarritið I, 1997. Þessi skýrsla sýnir öll bestu kynbótahrossin
í 6 töílum samkvæmt fyrirffam ákveðinni flokkun, sem kemur fram í haus taflnanna. Þessi
skýrsla þarf einnig að vera hægt að skrifa út í textaskrá.
Viðbót við Hrossaræktarritið I, 1997, er listi yfir allar afkvæmahryssur sem fengið hafa
viðurkenningar viðkomandi ár. Sjá Vottorð.
Hrossarœktarrit II (A). Listi með öllum hrossum sem hlotið hafa kynbótadóm innan valins
sýningarárs. Hross raðast eftir mótum, flokkum og aðaleinkunn innan flokks. Hross fá rað-
númer, sem skráist í sérstaka gagnatöflu. Sjá Hrossaræktina II, 1997, bls. 24-245.
Samhliða þessari vinnslu þarf að búa til textaskrá með lista yfir (sjá Hrossaræktarritið
II, 1997, bls. 9-23.):
• allar hryssur í stafrófsröð með raðnúmeri,
• alla stóðhesta og geldinga í staffófsröð með raðnúmeri.
Þessa skýrslu þarf einnig að vera hægt að skrifa út í textaskrá.
Hálfútfyllt fangskýrsla (A). Skýrsla sem skrifuð er út fyrir hvern hrossaræktanda og listar út
allar undaneldishryssur hans. A skýrslunni kemur ffam lína fyrir hverja undaneldishryssu. Sjá
einnig Fangskráning.
BLUPFENG skýrsla/skrá (A). Skýrslan sem nýtist sem forskrá fyrir útreikning á kynbóta-
mati. Skýrslan er keyrð út nokkrum sinnum á ári.
Þessi skýrsla eða textaskrá er með öllum hrossum í gagnasafninu á hverjum tíma.
Skýrslan listar öll hross í aldursröð. Eina lína er fyrir hvert hross þar sem hæsti dómur