Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 237
229
hrossins kemur fram ef hann er til staðar. Ákveðin flögg verða að vera við hvert hross sem
segja til um hvort hrossið hafi:
• hlotið fullnaðardóm,
• hvort foreldrar séu skráðir,
• útreiknuð tala íyrir aldur miðað við ákveðinn stuðul,
• nokkur önnur auðkenni fyrir hrossið og dóminn.
Fyljunarvottorð (A). Ef hryssur eru fluttar út fylfullar þarf að fylla út sérstakt fyljunarvottorð
(Certificate of mating). Fyljunarvottorð má aðeins gefa út ef hryssu hefur verið haldið undir
stóðhest samkvæmt stóðhestaskýrslu.
Vottorð fyrir afkvœmahryssur (A). Þegar að nýtt kynbótamat liggur fyrir við lok hvers sýn-
ingarárs þarf að útbúa viðurkenningarskjöl fyrir afkvæmahryssur. Afkvæmahryssur teljast
hryssur sem náð hafa ákveðnum mörkum í kynbótamati og eru veitt 1. verðlaun og heiðurs-
verðlaun. Hryssur fá hvor verðiaun aðeins einu sinni, þannig að halda þarf utan um veittar
viðurkenningar. Vottorðin þurfa að vera fallega uppsett og útprentuð.
S AMT ALSGLUGG AR
í samtalsgluggum þarf að vera mögulegt að leita eftir sem flestum sviðum í grunntöflum
gagnasafnsins. Forritið á að sía út jafnóðum í listaglugga hvaða hross uppfylla öll leitarskil-
yrði. Upplýsingar um hross í listanum á síðan að vera unnt að kalla ffarn með því að velja það
úr honum.
Að neðan eru talin upp þau svið sem a.m.k. á að vera unnt að leita eftir: fæðingar-
númeri, nafni, uppruna, fitarnúmeri, föður, móður, kynbótadómi og kynbótamati (bæði eigin-
leikum og aðal/meðaleinkunnum).
Afkvæmi tiltekins hross á að vera hægt að leita eftir samkvæmt ákveðnum leitarskil-
yrðum.
Grunnmynd
Þessi mynd sýnir grunnupplýsingar um hross. í þessari mynd á að vera hægt að leita að hrossi
eftir leitarskilyrðum sem sett eru í innsláttarsvið, fá fram upplýsingar um hrossið og breyta
upplýsingum um það. Skilja verður á milli hvort verið er að vinna í aðalsafni eða einkasafni.
Mynd birtist af því hrossi sem flett var upp. Þá birtist listi yfir alla kynbótadóma hrossins og
listagluggi með öllum skráðum afkvæmum þess og fangfærslum.
Ættartré
Þessi mynd sýnir ættartré hrossins sem valið var úr grunnmynd. Fimm ættliðir eru sýndir.
Mynd kemur ffam, ef hún er til, af hrossi og foreldrum þess. Það er hægt að færa sig til í
ættartrénu með því að velja hross í næsta ættlið og öfugt (fram-tilbaka).
Upplýsingar um kynbótamat og kynbótadóma
Mynd sem sýnir uppfýsingar um kynbótamat og dóm. Hægt á að vera að leita eftir hverjum