Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 240
232
Ráðstefnan var sett að kvöldi sunnudagsins 11. janúar. Við setningarathöfnina fluttu
tveir af eldri landbúnaðarvísindamönnum Astrala erindi. Annar þeirra, D. Lindsay, velti á
skemmtilegan hátt fyrir sér hvaða þættir í umhverfi framleiðslunnar gætu skýrt þann himin-
hrópandi mun sem verið hefur á erfðaframförum annars vegar hjá mjólkurkúm og hins vegar
sauðfé (Merinó) í Astralíu.
Að morgni mánudags var síðan eini sameiginlegi fundur ráðstefnunnar. Þar voru mættir
þrír heimsþekktir vísindamenn sem gerðu ráðstefnugestum grein fyrir á hvern hátt ný þekking
síðustu ára gæti í framtíðinni haft áhrif á þróun í búfjárkynbótum. Meðal þeirra var G. Bulfild
frá Edinborg, sem veitir forstöðu rannsóknarhópi við Roslin stofnunina sem á síðasta ári kom
í heiminn sauðkindinni Dollý. Hann velti fyrir sér spurningunni hvort búfjárkynbætur yrðu í
framtíðinni erfðaverkfræði.
Síðan hófust fundir í deildum ráðstefnunnar. Þeir stóðu frá mánudegi til og með fóstu-
dags. Samtals var um að ræða 35 mismunandi efnissvið þar sem innan hvers sviðs voru frá
einum og upp í sex fundir. Fundir voru hverju sinni í eina og hálfa klukkustund. Þar voru yfir-
leitt flutt 3-6 erindi, auk umræðna um þau. Samtals voru 98 slíkir fundir á ráðstefnunni.
Margir fimdir eru samtímis, þannig að fýrir hvern fundarmann er aðeins mögulegt að heyra og
þannig fylgjast með litlum hluta þess efnis sem þarna var á borð borið. Auk þess voru á þriðja
hundrað erindi kynnt með veggspjöldum, auk sérstakrar kynningar á margvíslegum hug-
búnaði. Hins vegar er mögulegt að bæta mikið við með lestri á ráðstefnuritinu, sem eru
nokkuð yfir 3000 þéttprentaðar síður.
Til viðbótar hinum almennu fundum var farið með ráðstefnugesti á gamalt sveitarsetur
utan við borgina síðari hluta miðvikudagsins. Þar var um kvöldið boðið til mikillar útiveislu í
tjöldum sem reist voru þar í túni. Um miðjan dag var þar hins vegar ákaflega áhugaverð dag-
skrá um alþjóðavæðingu í ræktunarstarfi. Þróun í þá átt er ákaflega hröð. Þar er hin stóra
spurning í dag hverju þróun í erfðaverkfræði muni breyta á næstu árum. Líklegt er um leið að
þessi þróun geti breytt framkvæmd ræktunarstarfs umtalsvert frá því sem við þekkjum í dag.
Við fslendingar höfum til þessa staðið að öllu utan við slíka þróun. Það hlýtur að vera um-
hugsunarefni hve lengi við getum vænst að svo verði. Á hvorn veg sem fer er áreiðanlega
löngu tímabært að meta þessa þróun og hugsa hver sé eðlilegustu viðbrögð gagnvart henni.
Á ráðstefnunni var eitt erindi ffá íslandi sem Stefán flutti, en hann og Emma höfðu
samið. Það var um niðurstöður úr krufningargögnum og ómmælingum frá Hesti. Emma
kynnti á veggspjaldi niðurstöður úr rannsóknum sínum um tvískinnung í gærum af íslensku
sauðfé. Auk þess var hún meðhöfundur tveggja erinda í tengslum við Norræna genbankann.
Hér er ekki ætlunin að rekja efni erinda ffá ráðstefnunni. Á fundinum munum við hins
vegar eins og tími leyfir kynna niðurstöður úr nokkrum erindum þar sem um er að ræða
niðurstöður sem gagnast mættu í ræktunarstarfi hér á landi, eða ætti að vera okkur um-
hugsunarefni vegna okkar starfs. Einnig verður vikið að áhugaverðum atriðum í þróun vinnu-
aðferða og ffæða á þessu sviði.