Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 242
234
Verk þeirra eru í stuttu máli:
• Deming - 14 Points for Management og System of Profound Knowledge (14 atriði
fyrir stjórnun og kenning um þekkingu) (Deming, 1986, 1993).
• Juran - Quality Trilogy og Company Wide Quality Management (Gæða þríeykið og
gæðastjórnun íöllu fyrirtækinu) (Juran, 1979).
• Feigenbaum - Total Quality Control as a Fundamental Way to Manage Busniness
(Gæðastjórnun sem grundvallaraðferð við stjórnun) (Feigenbaum, 1991).
• Ishikawa - Seven Basic Tools og Quality Circles (Sjö tæki gæðastjórnunar og
gæðahringir) (Ishikawa og Lu, 1985).
• Taguchi - Optimising Product and Process Prior to Manufacturing (Bestun vöru og
ferlis áður en að framleiðslu kemur) (Taguchi, 1986).
• Shingo - Poka-Yoke og Source Inspection Systems (Poka-Yoke og uppruna
skoðun) (Shingo, 1986).
• Imai - Kaizen - Continuous Improvement by Empowering People (Kaizen - stöð-
ugar umbætur með því að gefa fólki vald) (Imai, 1986).
• Crosby - Quality is Free og Zeo Defects (Gæða kosta ekkert og núll gallar) (Cros-
by, 1979).
• Garvin - TQM as a Strategic Tool (Gæðastjórnun sem tæki til stefnumótunar)
(Garvin, 1988).
Listinn er ekki tæmandi, ekki síst vegna þess að hann inniheldur ekki evrópska kenni-
menn gæðastjórnunar sem hefur ekki verið hampað jafnmikið og bandarískum og japönskum
kollegum þeirra. Nokkrir þeirra sérífæðinga sem hafa öðlast alþjóðlega viðurkenningu með
rannsóknum sínum og ritum eru:
• Groocock er vel þekktur fyrir kenningar um „Quality Loop“ eða gæðalykkjuna sem
hann fjallar um í bók sinni „The Chain of Quality" (Groocock, 1986).
• Hutchins lék lykilhlutverk í innleiðingu á gæðahringjum í Bretlandi með bók sinni
„The Quality Circle Handbook" (Hutchins, 1985).
• Bók Oaklands „Total Quality Management" hefur hlotið lof fyrir hversu aðgengileg
hún er og býður upp á hagnýta aðferðafræði við innleiðingu gæðastjórnunar (Oak-
land, 1993).
• Price er vel þekktur fyrir fyrirlestra og sérstaklega skemmtilega skrifaða bók, „Right
first time“. Bókin er í tveim hlutum. Sá fyrri fjallar um tölfræði gæðastjórnunar
hinn seinni um gæðastjórnun og fólk (Price, 1984).
• Bók Stebbings „Quality Assurance" hefur fram að færa mjög rækilega umfjöllum
um gæðakerfi, endurskoðun þeirra og hlutverk gæðadeilda (Stebbing, 1986).
Hver og einn gúrúanna hefur sett frarn hugmyndaffæði sína á sinn sérstaka hátt. Þetta
hefur leitt til mikilla skrifa ffæðimanna um hvað sé líkt og hvað ólíkt með kenningum þeirra.
Þessi umræða er offast lfekar „akademísk“ og hefur takmarkað gildi fyrir þá sem vilja nota
aðferðir gæðastjórnunar. Það er vissulega hægt að finna mismun í nálgun og framsetningu, en
það sem skiptir meira máli er að þeir eru í aðalatriðum sammála um þá þætti sem skipta mestu
við innleiðingu gæðastjórnunar:
• Sannfæring yfirstjórnenda.
• Áhersla á ánægju viðskiptavina.
• Hóp- og samvinna.