Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 249
241
RAÐUNflUTRFUNDUR 1998
Gæðastýring í landbúnaði
Ólafur R. Dýrraundsson
Bœndasamtökum íslands
INNGANGUR
Á seinni árum hefur verið fjallað töluvert um gæðastýringu í landbúnaði hér á landi. Um
skeið var landbúnaðarhópur Gæðastjórnunarfélags íslands prýðilega virkur, einkum árin
1994-1995, og beitti hann sér m.a. fyrir erindaflutningi og umræðum um ýmsa þætti gæða-
stjórnunar. Hann heíúr nú sameinast með öðrum í faghópi um matvælaframleiðslu og er það
vel. Bændasamtök íslands og ýmsir aðrir aðilar í landbúnaði og tengdir honum sýna þessum
málum vaxandi áhuga og má m.a. í því sambandi minna á ályktun Búnaðarþings 1995 um
átak í gæðastjórnun í landbúnaði (1). Nokkuð hefúr verið fjallað um gæðastýringu á fyrri
Ráðunautafúndum (2,3,6).
GILDI GÆÐASTÝRINGAR
Því er líkt farið um landbúnað og aðra atvinnustarfsemi að öll skipuleg viðleitni til að bæta
gæði vöru og þjónustu kemur bæði framleiðendum og neytendum til góða. Með auknum og
frjálsari viðskiptum vaxa kröfúrnar. Mislangt er gengið effir aðstæðum og atvikum, allt frá
sértækri gæðastýringu, þar sem aðeins tilteknir þættir eru skilgreindir og innifaldir, til al-
tækrar gæðastýringar sem felur í sér reglubundið og virkt eftirlit á öllum stigum ffam-
leiðslunnar eða þjónustunnar.
Öll gæðastýring byggist á skráningu upplýsinga af ýmsu tagi, hún felur í sér nokkra
fyrirhöfn og kostnað en kostirnir eru margir, hvort sem er á einstökum búum eða í fyrir-
tækjum. Meðal helstu ástæðna aukinnar gæðastýringar mætti nefna viðurkenningu á sér-
stökum gæðum, t.d. vegna lítillar notkunar eiturefiia og lyfja, hagræðingu og bættan
rekstur, t.d. vegna bættrar nýtingar aðfanga, fækkunar mistaka og aukinnar afurðasemi,
sterkari samkeppnisstöðu, bæði á innlendum og erlendum mörkuðum og bætta ímynd í
hugum neytenda. Við sem vinnum að íslenskri landbúnaðarframleiðslu þurfum vissulega að
hafa öll þessi atriði stöðugt í huga. Það mun skila árangri.
ÞRÓUNIN HÉRLENDIS
/ afurðastöðvum
Til þessa hefúr kerfisbundin gæðastýring samkvæmt viðurkenndum reglum einkum rutt sér til
rúms í afurðastöðvum landbúnaðarins enda samkeppni mikil og vaxandi. Alþjóðlegar við-
skiptaskuldbindingar á borð við EES og GATT (WTO) samninga hafa hraðað þessari þróun.
Gerðar eru vaxandi kröfúr um lægra verð og meiri gæði vöru og þjónustu. Sem dæmi má
L