Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 250
242
nefna alþjóðleg gæðakerfi á borð við ISO (International Standards Organization) og HACCP
(Hazard Analysis Critical Centrol Points), hér þekkt sem GÁMES (Greining áhættuþátta og
mikilvægra eftirlitsstaða), sbr. reglugerð nr. 522/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við
framleiðslu og dreifingu matvæla. Fyrrnefnda gæðastýringarkerfið er m.a. þekkt í mjólkur-
iðnaði en hið síðarnefnda í sláturiðnaði hér á landi.
A bœndabýlum
Þótt þróun gæðastýringar sé seinna á ferðinni á bændabýlum en í afurðastöðvum landbún-
aðarins er töluverð umræða og undirbúningsvinna í gangi einkum varðandi umhverfistengda
gæðastýringu (3,4). Skilyrðin eru að mörgu leyti hagstæð, m.a. vegna þess hve margir bændur
eru með umfangsmikla, reglubundna skráningu á búum sínum (5). Mikið af þessari upplýs-
ingaskráningu er undir stjórn Bændasamtaka íslands og búnaðarsambandanna um land allt en
fleiri aðilar koma þar við sögu. Með tölvuvæðingu hefur notagildi upplýsinganna aukist veru-
lega.
Meðal þessara skráningarþátta eru:
• Einstaklingsmerking og skýrsluhald í búfjárrækt.
• Skráning vegna forðagæslu og búfjáreftirlits.
• Lyfja- og sjúkdómaskráning ásamt heilbrigðiseftirliti.
• Skráning vegna afurðaeftirlits, svo sem mjólkureftirlit og kjötmat.
• Áburðar- og fóðuráætlanir.
• Kortlagning á jarðvegi, gróðri og ástandi lands.
• Skráning upplýsinga um gæði túna, jarðvegs, heyja o.fl.
• Bændabókhald og skráning hagtalna.
Þessi upptalning sýnir að ráðunautar og dýralæknar gegna lykilhlutverki, en einnig
munu koma við sögu í æ ríkari mæli ýmsir sem annast rannsóknir og kennslu í landbúnaði og
skyldum greinum. Þá má geta þess að víða í lögum og reglugerðum landbúnaðarins er að
finna ákvæði sem mynda grunn undir ýmsa liði gæðastýringar, t.d. í lögum um búfjárhald og
búfjárrækt og í reglugerðum um einstakar búfjártegundir. Viðhorf bóndans sjálfs til hvers
konar gæðastýringar skipta megin máli. Margir bændur fylgjast vel með þessari þróun og gera
sér ljóst að gæðastýring framleiðslunnar er ekki aðeins æskileg heldur er hún að verða
nauðsynleg í ýmsum greinum. Sem dæmi mætti taka örmerkingu folalda til að tryggja rétta
upprunaskráningu eða auðkenningu einstakra dilkafalla til útflutnings svo að unnt sé að rekja
og sannreyna uppruna þeirra.
ÞRÓUNIN ERLENDIS
Uppbygging gæðastjórnunar hér á landi hefúr að mestu byggst á erlendum fyrirmyndum,
bæði alþjóðlegum og ffá einstökum heimshlutum, einkum frá Evrópusambandinu og Banda-
ríkjunum. Fyrir okkur er nærtækast að líta til hinna Norðurlandanna. I haust átti ég þess kost
að sækja fræðslunámskeið sem NJF-Norræna búfræðifélagið efndi til í Turku (Abo) í
Finnlandi um alla þætti gæðastýringar í landbúnaði. Meðal þátttakenda sem voru 65 að tölu