Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 251
243
var mikill áhugi á að koma á sem víðtækastri gæðastýringu að teknu tilliti til aðstæðna sem
eru all breytilegar, s.s. vegna landfræðilegrar legu, búskaparskilyrða og aðildar eða tengsla
við Evrópusambandið. í öllu hinum löndunum, líkt og hér, er til mikið af gögnum hjá þorra
bænda sem nýtast til gæðastýringar vegna þess hve skýrsluhald af ýmsu tagi er útbreitt.
Meðal vandamála sem upp koma eru fýrirhöfn og kostnaður samfara uppsetningu og
rekstri gæðastýringarkerfa og árekstrar sem geta orðið þegar ráðunautum er falið að vera
jöfnum höndum eftirlits- og úrskurðaraðilar á sömu búum þar sem þeir hafa jafnffamt leið-
beiningahlutverki að gegna. Talið var nauðsynlegt að takast á við þann vanda því að reikna
mætti með að leiðbeiningaþjónustan yrði að hafa forgöngu um þróun og ffamkvæmd gæða-
stýringar á sveitabýlum eins og verið hefur til þessa. Líffæni landbúnaðurinn hefur þá sér-
stöðu að þar starfa sérstakar vottunarstofur, reknar af opinberum stofnunum (Danmörk, Finn-
land) eða einkaaðilum (ísland, Noregur, Svíþjóð), en að öðru leyti er gæðavottunin með
ýmsum hætti. Sérstakir aðilar utan landbúnaðar annast vottun ISO og HACCP gæðastýringar-
kerfa í fyrirtækjum en þegar kemur að bændabýlunum er treyst á leiðbeiningaþjónustu land-
búnaðarins og þjónustu dýralækna, líkt og gerist hér á landi, sbr. ffamkvæmd reglugerðar nr.
89/1996 um sértækt gæðastýrða íslenska landbúnaðarframleiðslu. Á námskeiðinu var fjallað
jöfnum höndum um almenna gæðastýringu og hina umhverfistengdu sem er að öðlast
aukið vægi (lífrænt, vistrænt o.fl.). Þeirri ábendingu minni, að hún væri liður í eflingu sjálf-
bærrar þróunar, var afar vel tekið og einnig féll það í góðan jarðveg að tengja þessi mál um-
ræðum um byggðaþróun.
Nýlega er farið að huga að gæðastýringu í leiðbeiningaþjónustunni sjálffi, þ.e. í
Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Þetta starf er skammt á veg komið, nánast á tilraunastigi.
Danir og Finnar eru að reyna ISO 9002 staðlana sem er samþætt gæða- og stjórnunarkerfi en
Svíar eru að fikra sig áffam með kerfi sem nokkrir búfjárræktarráðunautar eru að leggja drög
að í tengslum við gæðastýringu í mjólkurframleiðslu. Gæðastýring í leiðbeiningaþjónustu í
þessum löndum varðar eingöngu einstaklingsleiðbeiningar þar sem bændur gera samninga
um ákveðnar leiðbeiningar á búum sínum gegn tilteknu gjaldi. Að þessu mætti huga í sam-
bandi við endurskoðun og eflingu leiðbeiningaþjónustunnar hér á landi.
UMHVERFISTENGD GÆÐASTÝRING
Gerðar eru stöðugt meiri kröfur um að tekið sé tillit til umhverfísvemdar og því tengjast um-
hverfismál gæðavottun í æ ríkari mæli. Mikið er rætt um umhverfisvottun af ýmsu tagi og
fyrirtæki sjá sér hag í að taka þessi mál fastari tökum. Gera má ráð fyrir svipaðri þróun í land-
búnaði, þ.e. að umhverfisvernd verði hluti af gæðaímyndinni og því liður í gæðastýringu á
ákveðnum eða öllum stigum framleiðslunnar. Síðan umhverfisráðstefnan í Rio de Janeiro var
haldin 1992 hefur verið unnið að þróun umhverfisstjórnunarkerfisins ISO 14004 sem er al-
þjóðlegt og í Evrópusambandinu eru til sérstakir umhverfisstaðlar, m.a. EN 45001. Þetta á
einkum við um fyrirtæki.
Innan íslensks landbúnaðar hafa verið miklar umræður um hreinleika og gæði afurða
á.