Ráðunautafundur - 15.02.1998, Qupperneq 252
244
með tilvísun í hreint land, gott vatn, litla mengun, lágmarks lyfjanotkun o.fl. Akveðin skref
hafa nú þegar verið stigin í átt til umhverfistengdrar gæðastýringar að frumkvæði Bænda-
samtaka íslands, landbúnaðarráðuneytisins, ÁFORMS-Átaksverkefnis o.fl. aðila (6,7) og
hefur verið greint nokkuð ffá þróun þeirra mála á Ráðunautafundi og víðar (3,4). í fyrsta lagi
er um að ræða lífræna landbúnaðarframleiðslu skv. lögum nr. 162/1994 og reglugerð nr.
219/1995 og í öðru lagi vistræna landbúnaðarframleiðslu, millistig á milli líffæns og
almenns landbúnaðar, skv. reglugerð nr. 89/1996 um sértækt gæðastýrða íslenska land-
búnaðarframleiðslu sem sett var skv. heimild í 67. grein laga nr. 124/1995 um breytingu á bú-
vörulögum. Reglugerð nr. 219/1995 hefúr verið endurskoðuð og er verið að ganga ffá stað-
festingu nokkurra breytinga á henni um þessar mundir. Hafin er endurskoðun reglugerðar nr.
89/1996 þar sem m.a. er áformað að kveða nánar á um umhverfisþætti á borð við jarðvegs- og
gróðurvernd. Þess má geta að nú hafa um 30 bændur og nokkrar afurða- og dreifingastöðvar
hlotið líffæna vottun fyrir ýmsar afúrðir hjá þeim tveim vottunarstofúm sem annast eftirlit og
vottun fýrir líffæna landbúnaðarframleiðslu hér á landi innan ramma laga nr. 162/1994 og
reglugerðar nr. 219/1995. Þá hafa 125 sauðfjárbændur og fjögur fýrirtæki hlotið viður-
kenningu landbúnaðarráðuneytisins skv. reglugerð 89/1996 og var farið að vinna eftir henni á
liðnu ári. Þess er vænst að efling umhverfistengdrar gæðastýringar muni móta mjög fram-
tíðarstefnu gæðastýringar í landbúnaði hér á landi.
LOKAORÐ
Þeirri skoðun vex stöðugt fylgi að leggja þurfi æ ríkari áherslu á gæði hinna ýmsu afúrða
landbúnaðarins. Kerfisbundin gæðastýring og trúverðug vottun eða viðurkenning er því að
ryðja sér til rúms og þarf, ef vel á að vera, að ná til allra ffamleiðslustiga. Ætla má að við
mótun markvissrar stefnu í gæðastýringu vegi sjónarmið umhverfisverndar þungt í þeim til-
gangi að nýta sem best þau gæði sem íslenskur landbúnaður hefur uppá að bjóða. Það er eðli-
legt að Ieiðbeiningaþjónustan gegni forystuhlutverki við þróun og ffamkvæmd gæða-
stýringar, a.m.k. á sveitabýlum, enda sinna bæði lands- og héraðsráðunautar ýmsum þáttum
sem flokkast undir gæðastýringu. Þar munu einnig dýralæknar o.fl. koma við sögu. í
tengslum við þessa þróun má gera ráð fýrir vaxandi þörf fyrir einstaklingsleiðbeiningar auk
almennrar ráðgjafar.
HEIMILDIR
1. Ályktun Búnaðarþings 1995, mál nr. 18, þingskjal nr. 76 um erindi landbúnaðarhóps Gæðastjórnunarfélags
fslands um átak í gæðastjórnun t' landbúnaði, lagt fram af umhverfisnelhd.
2. Óskar Gunnarsson (1994). Gæðastjórnun ISO-9002. Ráðunautafundur BÍ og RALA 1994, 3.
3. Ólafur R. Dýrmundsson (1996). Umhverfistengd gæðastýring. Kynning á reglum um sértækt gæðastýrða fs-
lenska landbúnaðarframleiðslu með áherslu. á umhverfisvernd. Ráðunautafundur BÍ og RALA 1996, 34-37
ogFreyr 92(3), 110-111.
4. Ólafur R. Dýrmundsson (1997). Environmentally-linked quality control af Icelandic agricultural production.
NJF-Seminarium nr. 279: Kvalitets- och miljöstyrning inom lantbruket sett ur redgivningsperspektiv. Arctia
Hotel Ateljee, Turku, Finland, 5.-7. november 1997. Fjölrit 8 bls.
5. Runólfur Sigursveinsson (1997). Gæðastjórnun í landbúnaði. Bændablaðið 3(14).