Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 256
248
vinnugreinina í formi lagasetninga, s.s. í umhverfismálum o.fl. (fóðureftirlit, beitarmál og
dýrahald).
LEIÐBEININGAST ARFIÐ
Leiðbeiningum má skipta í:
• Beinar faglegar og tæknilegar leiðbeiningar. T.d. leiðbeiningar um val á gripum
áburð o.fl. Og á tæknisviði, t.d. kaupa á búnaði í útihús.
• Ákvarðanir um stærri fjárfestingar. Hagkvæmnisútreikninga, greiðslugetu og fjár-
magnsleiðir.
• Almennar leiðbeiningar um búreksturinn og upplýsingar þar að lútamdi.
• Þjónusta. Frágangur skjala, umsóknir o.fl.
• Skattamál, frágangur bókhalds og skil nauðsynlegra gagna.
• Endurmenntun. Námskeið, fundir, ritun fróðleiks o.fl.
Einstakir bændur nýta sér þessa þætti einn, fleiri eða jafnvel alla.
En hvernig er þessum þáttum gerð skil, hvernig virkar ferillinn frá leiðbeinanda til
bóndans og skilar niðurstaðan sér út í rekstur hjá bændum?
Skoðum framleiðsluferilinn eða leiðbeininguna, ráðgjöfina sem hring þar sem farið er
frá settu markmiði til áætlunar, framkvæmd, eftirlits og árangurs.
Við leiðbeinendur setjumst niður með bóndanum og gerum áætlun, ieggjum á ráðin til
þess að ná settum markmiðum.
Þegar áætlanagerð er lokið er oft á tíðum ekkert sem tengir okkur við verkefnið, okkur
er ekki gefin kostur á eða leitum ekki efrir því að fylgjast með hverju fram vindur og hvernig
gengur að ná settum markmiðum. Við komum e.t.v. ekki að málinu aftur fyrr en sótt er um
skuldbreytingarlán.
Leiðbeiningaþjónustan og ráðunautar hafa mikil áhrif með áætlanagerð og til-
lögum en lítil áhrif á ákvarðanatöku.
Út frá síðustu setningu skulum við vera minnugir þess að hlutverk okkar er alltaf, ef við
ætlum að verða að gagni og hafa áhrif, að kanna vilja eigandans, ábúandans, bóndans.
Við náum aldrei árangri ef við erum í andstöðu við bóndann.
Við verðum að kanna áhugasvið hans, hver er stefna hans í búrekstrinum, hvaða kröfur
gerir hann til afkomu. Hverjar eru sterku hliðar í rekstrinum og hvar liggja veikleikarnir.