Ráðunautafundur - 15.02.1998, Qupperneq 257
249
Hver er staða fjármála, er eyðsla of mikil, hver er skuldastaða o.fl.
Eru afurðir gripa í lagi, vill bóndinn hafa hámarksafiarðir, ræður hann við það, hver er
óskaröð fjárfestinga, hvaða möguleika sér hann í rekstrinum. Hvar liggur áhugasvið
eigandans?
Við verðum að horfa á getu, vilja og áhuga eiganda til eigin rekstrar annars náum
við ekki árangri íað leiðbeina honum. Við erum ekki rekstraraðilar að búinu.
STAÐA LEIÐBEININ G A
Hvar stendur leiðbeiningaþjónustan gagnvart þeim kröfum sem gerðar eru til hennar og
hvernig getur hún mætt vaxandi kröfum um arðsemi, sem skili sér til þeirra sem nú bera
kostnað af starfseminni og fá hann umbúðalausan á borðið í formi skatta?
Við skulum líta á þá möguleika sem fyrir hendi eru til þess að sinna þessu hlutverki
betur en gert hefúr verið.
Hvaða upplýsingar höfum við í formi ýmissa skráðra ganga sem gætu og eiga að vera
okkur til aðstoðar við almennar leiðbeiningar. Hér á ég við aðgengi að upplýsingum, ekki
söfnun upplýsinga til engra nota.
Það sem til er í formi skráðra upplýsinga á tölvu, og þá væntanlega auðsækjanlegar og á
enn notendavænna formi, eru m.a.:
• Stærð ræktaðs lands jarða.
• Byggingar á jörðum stærð og aldur.
• Bústofh og heyfeng. Uppskera garðávaxta o.fl.
• Kort af túnum.
• Niðurstöður efnagreininga á jarðvegi og heyi.
• Afúrðamælingar, þungi, magn.
• Gæði ffamleiðslunnar flokkun, frumutala, efnasamsetning.
• Kynbótagildi gripa, afúrðadómar, huglægt mat, mældar tölur, frjósemi.
• Bókhald, rekstrartölur, krónur, magn aðfanga, breyting á fjármagnsumhverfi.
• Varnaðartölur úr rekstri, efnahagur +,-.
Þessum gögnum þarf að safna saman og koma á aðgengilegt form fyrir hvern einstakan
bæ til þess að leiðbeiningaþjónustuna geti notfært sér þessi gögn í starfi. Það er ekki nægjan-
legt að safna upplýsingum í gagnagrunn í tölvu ef það síðan er í lokuðu aðgengi og fáum að
gagni.
Ég tel að stofnanir landbúnaðarins verði að taka höndum saman við að koma þessum
staðreyndatölum er varða einstök bú á þannig form að hægt sé að vinna með þau og ráðu-
nautar hafi greiðan aðgang að þeim í gagnvirku formi og aðgengi verði auðvelt.
Hér hafa landbúnaðarstofnanir brugðist. Söfnun upplýsinga í formi innköllunar hefur
verið megin atriði, en miðlun upplýsinga haft minna vægi.
Hér þarf að leggja vinnu í að ná fram að tengja saman sem mest af þeim upplýsingum
sem til eru í skráðu formi um atvinnugreinina og einstök býli.