Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 261
253
• Mála- og samskiptabrunnur (GoPro).
• Umfjöllunarbrunnur.
• Handbók landbúnaðarins.
Hér á eftir verður sagt frá þeim í stuttu máli og síðar verður farið í gegnum þá í tölvu.
Mála- og samskiptabrunnur (GoPro)
Fyrirtækið Hugvit hf. hefúr samið sérstakan brunn, GoPro, fyrir skjala-, verkefnastýringu og
skjalavörslu. Kerfið hlaut verðlaunin „Lotus Beacon Award 1996 í Evrópu“ fyrir „The
greatest impact on a customer business in Europe". Einnig var Hugviti hf. veitt verðlaun Ný-
sköpunarsjóðs nýlega.
Bændasamtökin nota GoPro til að halda utan um skjalastjórnun, úthlutun mála (erinda),
stöðu mála og til að gefa yfirsýn yfir öll mál og samskipti sem Bændasamtökin eiga við aðra
og innan samtakanna. GoPro kerfið var aðlagað að þörfum Bændasamtakanna, m.a. til að
rúma félagatal þeirra. Með víðtækri notkun starfsfólks Bændasamtakanna og búnaðarsam-
banda á kerfinu fæst m.a. mjög góð yfirsýn yfir öll samskipti við bændur landsins. Það er
mikilvægt við mótun gæðastefnu og við útfærslu á henni. Auk heldur er brýnt að hafa gott
yfirlit yfir öll vinnuferli við vinnslu mála með samræmdum hætti og á einum stað. GoPro
kerfið er ómissandi hjálpartæki við að renna styrkum stoðum undir gæðastjórnun, þar sem
kerfið auðveldar m.a. sjálfstæða liðsvinnu, sjálfvirka skjalavörslu og safnar saman skjölum í
síbreytilegan þekkingarbrunn.
Umfjöllunarbrunnur
Umfjöllunarbrunnur safnar saman og heldur utan um umræðu sem notendur Lotus Notes kerf-
isins geta allir tekið þátt í. Hver notandi getur bryddað upp á umræðuefni sem aðrir geta síðan
tekið þátt í óháð tíma og stað. Lýðræðisleg og opin umræða á sér stað og þekking um um-
ræðuefnið safnast saman sem öllum nýtist við lausn vandamála.
Handbók landbúnaðarins
Með brunninum Handbók landbúnaðarins var ætlunin að búa til upplýsingabrunn um fagleg
og hagnýt efni fyrir starfsfólk Bændasamtakanna, búnaðarsambanda o.fl. Marga hefur dreymt
um að safna saman öllu efni úr Handbók bænda, Ráðunautaritum, Búvísindum, Bænda-
blaðinu, Frey o.fl. á einn stað og með samræmdum hætti. í stað þess að þurfa að fletta upp í
mörgum bókum eða tölublöðum væri hægt að nálgast efnið á einum stað.
Brunnurinn Handbók landbúnaðarins er einmitt þannig hugsaður og nú þegar er geysi-
mikið efni komið inn í hann. Jafnframt faglegu efni eru í brunninum margs konar eyðublöð
og töflur sem nýtast ráðunautum í daglegum verkefnum þeirra. Unnt er að hafa mismunandi
sjónarhorn á greinar svo sem eftir efnisflokkum, höfundum og efnisorðum. Starfsfólk getur
síðan fest á viðbætur við greinar með athugasemdum hvar sem þeir eru staddir. Með Handbók
landbúnaðarins er stigið stórt skref í að bæta aðgengi ráðunauta að faglegum fróðleik um