Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 264
RAÐUNRUTRFUIMDUR 1998
256
VIÐRUKI
Framsetning leiðbeininga í mæltu máli.
Guðrún Helgadóttir
Hólaskóli
INNGANGUR:
Hérá eftirræði ég um tvennskonar aðferðir við að koma leiðbeiningum á framfæri í töluðu
máli. Annars vegar um fyrirlestra, en ég nota það hugtak sem samnefnara yfir ýmsar útgáfur af
leiðbeiningum og kennslu í samfelldu mæltu máli. Hins vegar ætla ég að fjalla um samtalið sem
vettvang fræðslu og upplýsinga.
F YRIRLESTURINN:
Ég held að orðið fyrirlestur sé ein af mótsögnum íslenskrar tungu. fslenskan hefur almennt
þann ágæta kost að vera gagnsæ, það er að merking hugtaka er nokkuð augljós ef maður rýnir í
það hvemig hugtakið er samsett þá er hægt að ráða í merkingu þess. En orðið fyrirlestur leiðir
okkur svolítið á villigötur ef við tökum það of bókstaflega. Það er nefnilega ekki góð aðferð
við að koma leiðbeiningum og fræðslu á framfæri að lesa texta fyrir áheyrendur. Slíkur texti er
því miður sjaldnast þannig að hann gefi flytjandanum tækifæri til að sýna tilþrif við lesturinn.
Eiginlega ætti að breyta notkun þessa orðs og við ættum að hugsa okkur það sem fyrirlestra
þegar við lesum fyrir bömin okkar á kvöldin. Nóg um það því viðfangsefni dagsins er það, sem
fyrir einhvem sögulegan misskilning heitir fyrirlestur á íslensku - það er leiðbeiningar eða
fræðsla í mæltu máli.
Munurinn á þeim tveim megintegundum leiðbeininga í mæltu máli, sem hér er rætt um er sá að
fyrirlestramir em undirbúnir að nær öllu leyti fyrirfram af fyrirlesaranum. Samtalið er eingöngu
að hluta til undirbúið fyrirfram og er samvinnuverkefni leiðbeinandans og viðmælanda hans.
Við undirbúning bæði fyrirlestra og samtala þarf leiðbeinandinn að gera sér grein fyrir
áheyrendum eða viðmælanda; hvað vita þeir um efnið, hvert er tilefni leiðbeininganna og hvert
er viðhorf þeirra til viðfangsefnisins. Ennfremur þarf að huga að því við hvaða aðstæður fara
leiðbeiningamar fram, er um að ræða fyrirlestur þar sem lítið tækifæri er til skoðanaskipta,
hvaða hjálpartæki verða til staðar, hvað er aðstaðan stór, hvað verða margir á staðnum ?
Verður samtalið tveggja manna tal eða verða aðrir viðstaddir ?
í báðum tilfellum þarf að leggja niður fyrir sér hvert viðfangsefni samtalsins eða fyrirlestrarins á
að vera. f samtalinu segir það sig sjálft að leiðbeinandinn ræður ekki alveg ferðinni, en hann
þarf að hafa stöðugt í huga hver tilgangur samtalsins er þannig að þegar því lýkur séu báðir
aðilar að minnsta kosti einhvers vísari þótt þeir hafi kannski ekki leyst allan vanda. Þar sem
samtalið getur nú farið um víðan völl er rétt að draga það fram í lokin sem leiðbeinandinn lítur á
sem niðurstöðu; við erumþá sammála um að... eða við höfumþettaþá svona, aðþú... eða
eitthvað í þá vem. Þetta kemur bæði í veg fyrir misskilning og gefur báðum aðilum til kynna
hvað ávannst með samtalinu, þó ekki væri annað en við komumst nú ekki að niðurstöðu um
þetta, þannig að við œttum að tala saman aftur!
Skipulag fyrirlestrarins þarf að vera ítarlegra. Fyrirlesarinn ákveður í upphafi hvaða
áhersluatriði á að fjalla um, raðar þeim upp í rökrétt sámhengi og finnur dæmi til skýringar máli
sínu. Þegar það liggur fyrir þarf að skoða hvar í fyrirlestrinum þarf að draga saman, gera grein
fyrir stöðunni í röksemdafærslunni. Og svo þarf að halda athygli áheyrenda vakandi með
ýmsum ráðum. Þetta er einskonar beinagrind að fyrirlestrinum og í mörgum tilvikum er grindin,
það er áhersluatriðin á glærum eða myndum, í dreifildi eða á töflu, nóg veganesti. Síðan talar