Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 266
258
Uppbygging hugvekjunnar er skyldari bókmenntaverki en ritgerð; það er kveikja sem vekur
áhuga eða forvitni áheyrandans, það er ris þar sem áheyrandinn fylgir þræði hugvekjunnar að
hápunkti þar sem aðalatriðið er sett fram á afgerandi hátt. Niðurlagið má svo ekki taka of
langan tíma, ekki eyða áhrifum hápunktins en gott er að enda hugvekjuna á fleygum orðum. Af
þessu sést að hún má ekki vera of löng !
Flutningur skiptir hér algerlega sköpum. Það þarf að flytja hugvekju með tilþrifum, framsögn,
raddbeiting og framkoma þarf að hæfa tilefninu. Þetta þýðir að hugvekjuna þarf alla jafna að
æfa - fá okkar geta treyst því að andinn komi yfir okkur á staðnum þannig að við getum talað
af sannfæringarkrafti án verulegs undirbúnings. Þó getur það gerst að predikarinn komi upp í
okkur á mannamóti þannig að úr verði ágætis hugvekja. En gleymum þvf ekki að margir eru
kallaðir en fáir útvaldir í röðum fyrirlesara !
Útlistun eða útskýring er styttri og óformlegri fyrirlestur þar sem aðaláherslan er á að skýra
eitthvert fyrirbæri með dæmum. Inngangur og niðurstöður eru ekki eins afmarkaðar og í
formlegum fyrirlestri. Við notum útlistun til dæmis þegar við erum að sýna einhvem hlut eða
tæki, þegar við erum að útskýra útreikning eða forsendur ákvarðana, sem þegar hafa verið
kynntar. Tilefnið getur verið að skýra nánar eða leiðrétta efnistök og ályktanir á fundi eða
ráðstefnu, verkleg kennsla á fræðslufundi eða námskeiði, kynning á nýjum búnaði eða reglugerð
og svo mætti lengi telja. Aðstæður geta verið mjög mismunandi, allt frá leiðsögn í námsferð úti
undir beru lofti, í vélaskemmu, í fundarherbergi eða kennslustofu, en yfirleitt er útlistun Ktið
beitt á stórum ráðstefnum heldur fremur í smærri hópum.
Þrátt fyrir að útlistun sé yfirleitt styttri en fræðsluerindi og viðfangsefnið afmarkaðra og
augljósara fyrir áheyrendum vegna þess að dæmið, útreikningurinn eða hluturinn sem verið er
að útskýra er þekktur, þá getur hún haft sömu galla og fræðsluerindið. Það er, að fyrirlesarinn
kaffæri áheyrendur með upplýsingum án þess að virkja þá í umræðu eða skoðanaskipti.
Hér skiptir mjög miklu máli að nota sér nálægðina við áheyrendur til þess að meta hvort
útlistunin hefur náð tilgangi sínum, að þeir hafi skilið efnið betur. Þetta er best að gera bæði
með að spyija beint, skiljiði mig ? eða óbeint hvemig haldiði að þetta tæki myndi virka hjá
ykkur ? eða annarri spumingu sem krefst þess að áheyrendur reyni að skilja hvemig hægt er að
beita þeini þekkingu sem útlistunin fól í sér. Það er líka auðvelt að ráða í viðmót áheyrenda, er
hægt að ná augnsambandi við þá eða em þeir allir að glápa útí loftið, em þeir ráðvilltir að sjá
eða skín af þeim áhuginn ?
Útlistunin er sjálfsagt einn mest notaði þátturinn í öllum leiðbeiningum, sérstaklega í verklegum
greinum þar sem sýnikennsla og útlistun, eða æfing og útlistun fara oftast saman - ef vel á að
vera að minnsta kosti. Að þessu leyti tengjast útlistun og samtal, því oft emm við að beita
útlistun í einstaklingsleiðsögn, sem er samtal.
SAMTALIÐ:
Samtöl eða viðtöl em bæði notuð til að miðla og sækja upplýsingar. Það má segja að þetta sé
eitt heppilegasta form sem leiðbeiningar geta tekið á sig, svo fremi sem leiðbeinandinn er vel
meðvitaður um hlutverk sitt. Aðalatriðið er að leiðbeinandinn hlusti vandlega eftir viðbrögðum
og viðhorfum viðmælanda síns og hagi leiðbeiningum sínum í samræmi við það.