Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 267
259
í samtalinu gefst líka tækifæri, sem fyrirlesturinn býður ekki uppá. Það er að viðmælandinn
komi sjálfur með lausnir og hugmyndir, sem leiðbeinandinn annað hvort sá ekki fyrir eða kýs að
láta viðmælandann sjálfan brydda uppá. Þetta er mjög mikilvægt atriði til þess að viðmælandinn
taki leiðbeiningum, sé sáttur við lausnimar, að honum finnist hann eiga þessar lausnir sjálfur
eða að minnsta kosti hlut í þeim. Það er því ráðlegt að gefa viðmælandanum öll tækifæri til að
vinna sig sjálfan í gegnum viðfangsefnið að lausn sem honum fmnst hann ábyrgur fyrir.
Við þekkjum öll það vantraust sem oft ríkir milii sérfræðinga og almennings, starfsfólks með og
mismunandi menntun í ákveðinni starfsgrein. Húsasmiðimir leggjast yfir teikningu arkitektsins
til að finna feilana í framkvæmdinni, sjómenn býsnast yfir þekkingarskorti fiskifræðinga og
fiskifræðingar sjá rautt yfir viðhorfum útgerðarinnar svo dæmi séu nefnd. Þetta ástand er að
mörgu leyti eðlilegt því oft er um hagsmunaárekstur að ræða milli menntaðs, sæmilega launaðs
vinnuafls og þeirra sem eiga svo að framkvæma ákvarðanir þeirra á vettvangi.
Hinsvegar getur þetta staðið umbótum og þróun atvinnuvega algerlega fyrir þrifum og því er
hlutverk leiðbeinenda f atvinnulífinu bæði mikilvægt og vandasamt. Það er vandasamt að taka á
því með fólki að þær aðferðir og afstaða sem það hefur gengið til verks með árum saman séu
úreltar eða jafnvel skaðlegar. Það er í góðu samræmi við mannlegt eðli að maður bregðist við
slíkum ábendingum með vantrú og verji sjálfan sig og eigin verk með því að draga áreiðanleik
leiðbeinandans í efa. Samtalið getur haft þama töluverð áhrif, það er erfiðara að brynja sig
áhrifum af samtali heldur en að loka eyrunum fyrir fyrirlestri.
Á hinn bóginn gerir samtalið meiri kröfur til leiðbeinandans, það er hægt að eyða talinu með
ýmsu móti ef menn vilja forðast að taka á málum og þá þarf leiðbeinandinn að sveigja talíð aftur
á viðkvæm svæði. Það getur einnig farið svo að menn bregðist reiðir við þeirri uppgötvun að
þeir þurfi að endurskoða sína starfshætti og þá er leiðbeinandinn nærtækur skotspónn. En það
er líka algengt að fólk taki fremur óvirka afstöðu til leiðbeinandans, það er búist við að
leiðbeinandinn setji fram hugmyndir og tillögur án þess að það sjálft leggi þar nokkuð í móti.
Þetta þarf ekki að vera vegna neikvæðrar afstöðu til leiðbeininganna, heldur einfaldlega vegna
þess að fólk stendur sjálft uppi án þess að hafa lausn á málinu.
í öllum tilfellum þarf leiðbeinandinn að hlusta vandlega á viðmælanda sinn og reyna að greina
kjamann í máli hans til að tengja eigin málflutning og meiningar viðmælandans. Ef þetta tekst
ekki segjum við að aðilamir tali í austur og vestur, það er þeir eiga ekki samuú. Til þess að
tryggja að við skiljum viðmælandann þurfum við oft að spyija útí það sem sagt var með því að
umorða það sem við heyrðum, þú segir að ... ? áttu við að ... ? , em spumingar af þessu tagi.
Önnur aðferð er að benda á hvað hugsanlegur andmælandi myndi segja um tillögur
viðmælandans,það myndu núýmsir segja að..., eða að benda á hvemig málið myndi horfa við
aðila frá öðmm sjónarhóli, heldurðu að þessi lausn myndi henta á smœrri búum en þínu ? Með
þessu móti þarf viðmælandinn annað hvort að treysta rökstuðning sinn eða reyna aðra leið.
Hluti af þeirri list að nýta samtalið til leiðbeininga er að draga ályktanir af því sem sagt er um
að því er virðist óskylda hluti - afstaða manna til þess hve langt þeir vilja ganga í að finna
framtíðarlausnir á málum ræðst til dæmis af því hversu lengi þeir hyggjast stunda atvinnuna.
Þar gefa almennar heilsufarslýsingar viðmælanda og hans nánustu ef til vill mikilvæga
vísbendingu ef við hlustum eftir því, eða fréttir af bömunum og þeirra högum, svo nærtæk
dæmi séu tekin.