Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 268
260
Það er líka rétt að skoða í hvaða samhengi hlutirnir eru settir. Samtal er ekki alltaf rökrétt og
við erum ekki alfarið samkvæm sjálfum okkur í hugsun. Það getur verið að þegar við hugsum
til baka yfir samtal sem við höfum átt að við sjáum að viðmælandi sem virtist tregur til að
veita upplýsingar aðspurður, kom þeim á framfæri við annað tækifæri í samtalinu en við
ætluðumst til. Eða að viðmælandinn virðist hafa hugsað eitthvert atriði nánar á meðan á
samtalin stóð og kemur með aðra skoðun seinna í viðtalinu. Þá skiptir máli fyrir Ieiðbeinandann
að meta hvora afstöðuna viðmælandinn er líklegri til að nota, beita I starfí sínu. Eða er hann
bara að hugsa upphátt, reyna ýmsar tilgátur og skoða viðbrögð leiðbeinandans við þeim ? Þá er
rétt að hafa í huga að það skiptir ekki höfuðmáli að leiðbeinandinn taki afstöðu, það er
viðmælandinn sem á að vinna með lausnina og því er það úrslitaatriði að hann taki meðvitaða
afstöðu.
í öllum tilfellum er það hlutverk leiðbeinandans, eins og nafnið bendir til að benda á leiðir. Það
er ekki hlutverk leiðbeinandans að velja leiðina eða fara með viðmælanda sinn á áfangastað.
SAMANTEKT:
í stuttu máli eiga fyrirlestrar og samtöl ýmislegt sameiginlegt sem aðferðir við að miðla
leiðbeiningum. Undirbúningur tekur til eftirfarandi þátta; að gera sér grein fyrir tilefni og
tilgangi leiðbeininganna, þekkingu og viðhorfi áheyrenda/viðmælanda, velja áhersluatriði og
meta aðstæðurnar sem leiðbeiningarnar eiga sér stað við. Auk þess þarf fyrirlesari að raða
áhersluatriðum í rökrétta röð, velja dæmi máli sínu til stuðnings og ef til vill útbúa gögn til að
auðvelda skilning.
Hér á undan hef ég fjallað um fjórar aðferðir við að miðla leiðbeiningum í mæltu máli;
frœðsluerindi, hugvekjur, útlistanir og samtöl. Með nokkurri einföldun má segja að þessi röð
endurspegli hlutfallslega virkni viðmælanda/áheyrenda, þannig að í fræðsluerindinu er
leiðbeinandinn mun virkari en áheyrandinn en í samtalinu verður að gera ráð fyrir jafn mikilli
virkni á báða bóga ef árangur á að nást.
HEIMILDIR OG RIT UM SAMA EFNI:
Berliner, D.C. (1992). Tlie nature of expertise in teaching. í F.K.Oser, A. Dick, J.PaUy (ritstj.) Effective and
responsible teaching: The new synthesis. (227-248). Jossey-Bass, San Fransisco.
Fenton, E. (1984). A handbook for teaching fellows. Camegie-Mellon University, Pittsburg.
Guðrún Helgadóttir (1995). Kennsluaðferðir í list- og verkgreinum. Fyrirlestur fyrir UF-nám Kennaraháskóla
íslands.
Ingvar Sigurgeirsson (1996). Að mörgu er að hyggja. Handbók um undirbúning kennslu. 2. Útg. Bóksala
kennaranema, Reykjavík.
Skulevold, B. R. (1996). Leiðbeiningar fyrir reiðkennara. Hólaskóli.