Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 47
37
rommi bætt á lista þeirra efha sem nota má við framleiðslu lífrænna vara. Vel að merkja þó
eingöngu rommi sem framleitt er úr reyrsykri.
Eins má taka upp gagnrýni á alverlegri nótum; hvort er líklegra til árangurs í baráttu við
nítrat í grunnvatni að skammta plöntum köfnunarefni með nákvæmum skömmtum þegar þörf
þeirra er mest eða með því að rækta belgjurtir sem losa köfnunarefnið á tíma þegar ekki er
þörf fyrir það? Hvernig tækist að brauðfæða jarðarbúa ef öll notkun áburðar og plöntulyija
yrði bönnuð?
Þá má líta á afurðimar. Það er ekki beinlínis auglýst að lífrænar vörur séu öðrum hollari
en aðrar. en í kringum markaðssetninguna er fullt af fólki sem hiklaust heldur þessu fram.
Sumir jafnvel með vísan til betri heilsu eftir neyslunni var breytt, en þó er almennara að hver-
skyns "matgæðingar” og dálkahöfundar taka þetta sem algildan sannleik hver af öðrum. Að
eta lífrænt er að vissu leyti tíska í sumum kreðsum, minnast má þess þegar eitthvert popp-
goðið kom til landsins og flutti með sér lífrænan mat, en hefur ekki getað hætt að reykja.
REGLUR
Lágmarksreglur eru settar af samtökum lífrænna bænda, IFOAM, nánari útfærsla er á ýmissa
hendi. Evrópusambandið hefur sínar reglur og einstök lönd einnig. Nokkurt svigrúm er til
þess að laga reglurnar að staðháttum. Nú rná velta því fyrir sér hversvegna þetta flókna net af
reglum, hví setur ekki hver þjóð sér eigin reglur eða hversvegna þarf reglur yfírhöfuð?
Þegar skammt er milli framleiðanda og neytanda kunna reglur að vera óþarfar. Ég kaupi
lífrænt egg af nágranna mínum, ég sé hænumar og treysti að öðru leyti því sem hann segir
mér um fóðrun og meðferð þeirra. Uppgötvi ég eitthvað sem er mér ekki að skapi fer ég ein-
faldlega eitthvað aimað. Hlutirnir ganga bara ekki svona fyrir sig, ég sé aldrei hænuna sem
egginu verpti, ég sé aldrei bóndann sem á hænuna og í flestum tilfellum hef ég enga hugmynd
um hver hann er eða hvaðan eggið er kornið, jafnvel þótt eggið sé merkt framleiðanda. Það
rnætti ljúga hverju sem er um það. Samt er óhjákvæmilegt að ég hafi eitthvert traust á egginu.
Til að tryggja þetta traust eru settar reglur. Þær eru svo sem ekkert frábrugðnar öðrum reglum
í eðli sínu. Það hefur til dæmis lengi gilt sú regla hér á landi að ekki megi setja fúkkalyf í
fóður dýra og það er til eftirlitsapparat sem sér um að því sé framfylgt. Það gefur mér traust á
þessum tiltekna þætti. svo frenii ég treysti effirlitsaðilanum. Sama rnætti segja um kadmíum í
áburði, hormóna til aukins vaxtar eða mjólkurframleiðslu o.s.frv. Við kaupum vöru með
merkingu framleiðsludags og sölutíma og treystum því að rétt sé stimplað, því einhver sem
við treystum horfír yfir öxl framleiðandans og við tökum það gilt sem tryggingu. Hversvegna
reglurnar eru settar. útfærsla þeirra og eftirlit er ekki endilega ljóst, en traustið þarf að vera til
staðar.
Reglur eru nefnilega marklausar nema þeim sé hlýtt og því miður er mannlegt eðli þannig
að ekki er hægt að treysta því að óreyndu að svo sé. Reglurn fylgi eftirlit og viðurlög. Effirlit
með því að reglum um lífræna framleiðslu sé fylgt er á engan hátt frábrugðið öðru eftirliti.
Heilbrigðiseftirlit fylgist með sínum hlut, brunavarnareffirlit, öryggiseftirlit og þannig mætti
telja. í sumum tilfellum er eftirlitið eigindlegt, það skiptir ekki máli hvort aðfangaeffirlitið
finnur meira eða minna af lúkkalyfjum í fóðri, mörkin takmarkast eingöngu af hinu mælan-
lega. Aðrar mælingar eru megindlegar; þá má finnast kadmíum í áburði og nítrat í ostum
meðan það er innan viðurkeimdra marka sem sett eru með hliðsjón af hinu mögulega. Lífrænu
reglurnar eru líka svona, það er til dæmis algjörlega bannað að nota hormóna til að stýra frjó-
semi dýra, en það má nota sæðingar innan einhverra marka. I báðum framleiðslugreinum eru
afgerandi eigindlegar og megindlegar reglur um aðbúnað búfjár.
Að mínu mati verður að skoða margar þessar reglur í sögulegu ljósi. Eins og áður sagði